Saga - 2009, Page 165
— heldur reiða menn sig frekar á það hvernig þeir „muna“ hið liðna.
Styrkur málflutnings Þjóðviljans fólst einmitt í því að andstæðingarnir,
sem voru að mati blaðsins „landráðamenn, margfalt verri og sam-
vizkulausari en höfðingjar Sturlungaaldarinnar“,20 litu í raun mjög
svipuðum augum á sjálfstæðið og meintan hreinleika íslenskrar menn-
ingar þótt þeir kæmust að allt annarri niðurstöðu um það hvernig
best væri að verja fullveldi Íslands. Undir fyrirsögninni „Hin sanna
sjálfstæðisbarátta“ tengdi höfundur leiðara Morgunblaðsins 17. júní
1951 lýðveldisafmælið við sögu þjóðarinnar og aðstæður í heims-
málunum á viðsjárverðum tímum. „Sjálfstæðisbarátta Íslendinga
heldur áfram um aldur og ævi“, segir þar. „Hún er í því fólgin að
vinna fyrir hugsjón frelsis og mannrjettinda gegn hverskonar kúgun
og ofbeldi. Hún felst í því að varðveita og efla frelsi íslensku þjóðar-
innar út á við og inn á við, tryggja aðstöðu hennar í samfjelagi frjálsra
þjóða og skapa rjettlátt og rúmgott þjóðfjelag í landi hennar.“21 Af
þessu má ráða að Morgunblaðið leit á dvöl bandaríska hersins á Ís -
landi sem nýjan áfanga í frelsisbaráttu Íslendinga, því að Bandaríkjamenn
væru bandamenn „okkar“ í hatrammri baráttu þjóðarinnar gegn
rauðu hættunni. Dvöl hersins í landinu var þarafleiðandi hvorki af-
sal né framsal fullveldis til erlends herveldis, heldur einungis nauðsyn-
legur þáttur í viðleitni Íslendinga til að verja nýfengið sjálfstæði. Þrátt
fyrir þetta litu stuðningsmenn „varnarliðsins“, alveg eins og „her-
námsandstæðingar“, á bandarísku hermennina sjálfa sem ógn við
íslenska menningu, því að smám saman voru reistir múrar í kringum
herstöðina á Miðnesheiði í því skyni að takmarka sem mest sam-
skipti Íslendinga við þá.22 Bandaríkin voru sem sagt verndarar ís-
lensks sjálfstæðis, en Íslendingar vildu samt hafa sem minnst með
Bandaríkjamenn að gera.
Nú þegar kaninn er horfinn á braut hljóma þessar deilur kalda
stríðsins eins og stormur í vatnsglasi. Siðferði íslenskra unglinga og
íslenskri menningu varð ekki sérlega meint af samneytinu við er-
lendan her og fullveldið var jafn óskert þegar herinn fór og það var
þegar hann kom. Það er líka ljóst að ef Íslendingar þörfnuðust verndar
erlends hers um miðja síðustu öld þá er sú þörf ekkert minni nú, því
að þótt kalda stríðinu sé lokið fer því fjarri að brostinn sé á eilífur
friður í heiminum. en meginmarkmið hernaðarumsvifa Bandaríkjamanna
hver erum við? 165
20 „Við getum unnið sigur í baráttu við ægilegasta herveldi heims“, Þjóðviljinn 18.
maí 1951, bls. 5.
21 „Hin sanna sjálfstæðisbarátta“, Morgunblaðið 17. júní 1951, bls. 6.
22 Sjá Valur Ingimundarson, Uppgjör við umheiminn, bls. 66–92.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 165