Saga - 2009, Page 166
var auðvitað aldrei að verja „okkur“, hvað sem stuðningsmenn þeirra
fullyrtu, ekkert frekar en þeir ætluðu sér að leggja landið undir sig
eins og andstæðingarnir voru vissir um. Í augum Bandaríkjamanna
var Ísland einfaldlega mikilvægur hlekkur í varnarkeðju þeirra á
Norður-Atlantshafi á meðan þeir litu á Sovétríkin sem sinn helsta
óvin. Varnir Íslands voru þeim aftur á móti algert aukaatriði, enda
er frekar ólíklegt að sovéskir ráðamenn hafi nokkurn tíma íhugað
árás á Ísland í nokkurri alvöru. en sökum þess að íslenskir stjórn-
málamenn áttu erfitt með að skýra þátttöku landsins í kalda stríðinu
út frá alþjóðlegum forsendum eingöngu, þá snerust stjórnmáladeilur
hér á landi iðulega upp í kappræður um það hvor aðilinn ynni Ís -
landi og fullveldi þess meira — enda þótt þeir ættu í raun þessa
fölskvalausu ættjarðarást í sameiningu.
Ekki benda á mig …
Ýmislegt bendir til þess að sú tilfinning sé enn útbreidd hér á landi að
líta verði á heimsmálin sem eilífa baráttu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar,
þar sem „okkur“ ber að standa saman gegn erlendum yfirgangi. Þessi
skoðun kom skýrt fram í nýlegum leiðara Morgunblaðsins, þar sem
höfundurinn setti áðurnefnda Icesave-deilu upp sem eins konar kapp-
leik á milli tveggja íþróttaliða. Honum þótti sú afstaða íslenskra
stjórnvalda að vilja semja um málið við aðrar þjóðir í hæsta máta
óeðlileg; sú „tilfinning er farin að grafa um sig“, segir leiðarahöf-
undurinn, „að forystumenn íslensku þjóðarinnar hafi um nokkurt
skeið verið í vitlausu liði. Þeir séu eins og landsliðsmenn, sem óvænt
taka að spila á eigið mark. Þeir halda ætíð á lofti sjónarmiðum Breta
og Hollendinga í Icesave-málinu en gera lítið úr eða snúa jafnvel út
úr röksemdum, sem gagnast mega málstað Íslands.“23
Hér minnir margt á orðræðuhefð kaldastríðsáranna, þótt orðfærið
sé nokkuð hógværara en þá tíðkaðist. Icesave-deilan er í eðli sínu
stríð á milli „okkar“ og „hinna“, og mestu skiptir að „við“ leikum
eins og eitt lið og verjum rétt þjóðarinnar til síðasta manns — annað
væru svik, landráð. Vandinn hér er þó sá að Icesave-deilan fellur illa
að einföldu skýringarlíkani sjálfstæðisbaráttunnar, því að víglínurnar
eru fjarri því að vera skýrar eða aðgreining „okkar“ og „hinna“ aug-
ljós. Þar má benda á sem dæmi að annar ábyrgðarmanna leiðara
guðmundur hálfdanarson166
23 „Bréf Jóhönnu“, Morgunblaðið 13. okt. 2009, bls. 18. Liðslíkingin er reyndar ekki
ný, sbr. Stefán Már Stefánsson og Lárus L. Blöndal, „Í hvaða liði eru stjórnvöld“,
Morgunblaðið 3. mars 2009, bls. 19.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 166