Saga - 2009, Blaðsíða 167
Morgun blaðsins, Davíð oddsson ritstjóri blaðsins, var forsætisráðherra
á þeim tíma þegar íslensku ríkisbankarnir voru einkavæddir og þær
reglur mótaðar sem þeir störfuðu eftir. eftir að Davíð hætti form-
legum afskiptum af stjórnmálum varð hann yfirmaður Seðlabanka
Íslands og gegndi sem slíkur lykilhlutverki í eftirliti með bönkunum
og mótun íslenskrar peningastefnu í aðdraganda hrunsins. Það er
því engin furða að sumir telja hann eiga nokkra sök á því hruni sem
varð í íslensku fjármálakerfi í október 2008.24 Hvort sem það er rétt-
mæt ályktun eða ekki er það örugglega málstað Davíðs oddssonar í
hag að við endursendum „Icesave-pakkann“ án hiks aftur til útlanda
og flokkum ritstjórann skilyrðislaust sem liðsmann í „okkar“ liði.
Svipaða sögu má segja um forsvarsmenn Landsbankans á útþenslu-
árum hans. Að mati fyrrverandi varaformanns bankaráðs Landsbankans,
kjartans Gunnarssonar, verður þeim ekki kennt um Icesave-samn-
ingana.25 Skilja má málflutning hans þannig að fall bankans hafi fyrst
og fremst komið til vegna „hryðjuverkaárásar“ Breta, og þar hafi
ákvarðanir stjórnenda bankans eða rekstur engu máli skipt. Þar að
auki, fullyrðir varaformaðurinn, ætlaði Landsbankinn alls ekki „að
baka íslenskum almenningi stórkostlegt tjón“ með Icesave-reikn-
ingum sínum í Bretlandi, „og því var aldrei haldið fram af honum
að neins konar ríkisábyrgð fylgdi störfum hans, hvorki í Bretlandi
né annarsstaðar“. Uppgjör Icesave-reikninganna var því algerlega á
ábyrgð ríkisstjórnar Íslands „sem gengur hér erinda Breta af meiri
hörku og óbilgirni en dæmi eru til“, en alls ekki þeirra sem stofnuðu
reikningana í Bretlandi og Hollandi. Þetta má skilja sem svo að Lands -
bankamenn flokki sig einnig í „okkar“ liði.
Það flækir einnig þessi átök að inntak þeirra hefur breyst hratt á
undanförnum mánuðum. Allt fram undir það að íslensku bankarnir
hrundu eins og spilaborgir litu Íslendingar á þá sem „sín“ fyrirtæki
og tóku erlenda gagnrýni á rekstur þeirra fremur óstinnt upp. Margir
litu á íslenska viðskiptajöfra sem eins konar þjóðhetjur, þótt vissu-
lega væri kvartað yfir ofurlaunum þeirra og hóflausri eyðslu — þeir
voru útrásarvíkingarnir „okkar“ og framgangur þeirra á erlendri
grund bar vott um náttúrulegt frumkvæði og kraft sem þótti skilja
hver erum við? 167
24 Sjá t.d. Robert Wade, „Iceland as Icarus“, Challenge 52:3 (2009), bls. 5–33.
25 kjartan Gunnarsson, „Vondur samningur“, Morgunblaðið 14. ágúst 2009, bls.
21. Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans hefur tekið undir með varafor-
manninum um ríkisábyrgð á Icesave-reikningum, sjá Vef. Sölvi Tryggvason,
„Sigurjón Þ. Árnason: engin ríkisábyrgð“. Pistill á vefritinu Pressan 12. októ-
ber. 2009, http://pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/sigurjon-th.-arna-
son-engin-rikisabyrgd, sótt 13. október 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 167