Saga - 2009, Síða 168
Íslendinga frá öðrum þjóðum.26 Í skýrslu sinni um bankahrunið leiðir
finnski bankasérfræðingurinn kaarlo Jännäri líkur að því að slík
viðhorf hafi einmitt gert íslenskum eftirlitsstofnunum erfitt um vik við
að setja skorður við útþenslu bankanna, sem varð aftur ein helsta or-
sök hrunsins.27 ekki er auðvelt að meta slíka þætti eftir á, en í það
minnsta má sjá ýmis merki þess að þeir fáu sem mótmæltu gegnd-
arlausri útþenslu íslensku bankanna á árunum eftir einkavæðinguna
hafi fengið lítinn hljómgrunn í pólitískri umræðu á Íslandi. Í þeim
tilvikum þegar gagnrýnin kom að utan var hún gjarnan dæmd sem
illkvittinn áróður eða öfund útlendinga — „hinna“ — í garð Íslend-
inga — „okkar“ — oft í samstarfi við „hraðlygna Íslendinga“28 —
eða „grátkór“ erlendra samkeppnisfyrirtækja.29 Þau vandamál sem
virtust steðja að íslenska fjármálakerfinu strax snemma árs 2006 voru
því rakin til árása erlendra fjölmiðla og sérfræðinga á íslenska hag-
kerfið frekar en vafasams reksturs bankanna.30
ekki er óeðlilegt að tekist sé á um jafn gríðarlega fjárskuldbindingu
og felst í Icesave-samningi Íslendinga við Breta og Hollendinga, en það
þjónar tæplega hagsmunum Íslendinga til lengri tíma að líta á málið
eins og landsleik í íþróttum — eða sem enn einn áfangann í eilífri
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Á þann hátt er sjónum beint frá þeirri
staðreynd að hrun bankanna var að stórum hluta heimatilbúið vanda-
mál, því að annars vegar urðu íslensku bankarnir einfaldlega gjaldþrota
og hins vegar gátu stjórnvöld ekki varið íslenska fjármálakerfið á
sama hátt og stjórnvöld annarra ríkja studdu við sín, af því að bank-
arnir höfðu vaxið ríkinu langt yfir höfuð. „Við“ berum því á end-
anum nokkra siðferðilega ábyrgð á afleiðingunum,31 og það á jafnvel
við um „okkur“ sem teljumst enga sök eiga á málinu.
guðmundur hálfdanarson168
26 Sjá t.d. skýrslu forsætisráðuneytisins Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna (Reykja -
vík: Forsætisráðuneytið 2008) og Guðni Th. Jóhannesson, Hrunið. Ís land á barmi gjald -
þrots og upplausnar (Reykjavík: JPV útgáfa 2009), bls. 93–99.
27 Vef. kaarlo Jännäri, „Report on Banking Regulation and Supervision in Iceland:
past, present and future“, bls. 16, 30. mars 2009, http://www.island.is/media/frettir/
25.pdf, sótt 13. október 2009. Þráinn eggertsson og Tryggvi Þór Herbertsson
virð ast vera á svipaðri skoðun, sjá Vef. „System Failure in Iceland and the 2008
Global Financial Crisis“, bls. 28–29, http://papers.isnie.org/berkeley.html, sótt
15. október 2009.
28 Hannes H. Gissurarson, „Nýr Blefken?“, Fréttablaðið 11. júlí 2009, bls. 20.
29 Björgvin G. Sigurðsson, „Útrás og árangur bankanna“, Viðskiptablaðið 21. des. 2007,
bls. 19.
30 Sjá t.d. Steinþór Ólafsson, „Árás á íslenska hagkerfið“, Morgunblaðið 27. mars
2006, bls. 17.
31 Sbr. Vef. Guðmundur Heiðar Frímannsson, „Álitsgerð um frumvarp um ábyrgð
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 168