Saga - 2009, Blaðsíða 169
Hinir og við
Fram að þessu hafa ríkisstjórnir bæði austanhafs og vestan, sem og
alþjóðastofnanir og samtök á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og
evrópusambandið (eSB), verið nokkuð samstiga í afstöðunni til
Icesave-deilunnar. Meginkrafa þeirra hefur verið sú að Íslendingar
greiði í það minnsta lágmarkstryggingar á innistæðum í útibúum ís-
lenskra banka í Bretlandi og Hollandi og hefur hvergi verið hvikað frá
þeirri kröfu þrátt fyrir áköf mótmæli Íslendinga. Þessi afstaða stafar
örugglega að hluta til af því að hér snúast alhæfingar við, þ.e. að í
augum „hinna“ erum „við“ „hinir“ sem hagkvæmt er að kenna um
hvernig fór. Þessa afstöðu má lesa úr snaggaralegri athugasemd
óþekkts lesanda við grein sem eiríkur Bergmann einarsson stjórn-
málafræðingur birti á vefsíðu breska dagblaðsins Guardian í desem-
ber 2008 um ástæður þess að Íslendingar hefðu ekki sótt um aðild
að evrópusambandinu. „So we can’t fish in Icelandic waters,“ sagði
lesandinn, „but they can trawl through our bank accounts“.32 Þetta
var vart hægt að skilja á annan hátt en þann að þessum manni fynd-
ust íslenskir skattgreiðendur ekkert of góðir til að bæta evrópskum
sparifjáreigendum þann skaða sem íslenskir bankamenn höfðu valdið
þeim.
Sjálfsagt hafa ekki margir evrópubúar myndað sér skoðun á þessu
flókna máli, en fátt bendir til að málstaður Íslendinga njóti mikillar
samúðar í nágrannalöndunum. Þeir sem horfa á málið úr fjarlægð
virðast þannig eiga mun erfiðara en Íslendingar með að greina á milli
„okkar“ (saklausra Íslendinga) og „óreiðumannanna“ sem komu
landinu á hvolf. Í svæsinni gagnrýni danska Ekstrabladet á framferði
íslenskra viðskiptajöfra í Danmörku var þjóðerni þeirra vandlega
undirstrikað og því haldið fram að viðskiptin í Danmörku væru liður
í glæpsamlegri svikamyllu þar sem gróðinn lenti, eftir ýmsum króka-
hver erum við? 169
ríkisins á skuld Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave -
reikninga Landsbanka Íslands“. erindi nr. 137/638, 17. júlí 2009, http://www.alt-
hingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=137&malnr=136&dbnr=638&nefnd=fl, sótt
15. október 2009.
32 „Svo við getum ekki veitt í íslenskri landhelgi, en þeir geta dregið vörpur sínar
í gegnum bankareikninga okkar“. Vef. monopolyongod, athugasemd við grein
eiríks Bergmanns einarssonar, „Caught in europe’s net?“, sem birtist á vef
enska dagblaðsins Guardian 3. desember 2008, http://www.guardian.co.uk/com-
mentisfree/2008/dec/03/iceland-eu, sótt 28. október 2008. Samkvæmt skrán-
ingu lesandans er hann búsettur í borginni Malaga á Spáni.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 169