Saga - 2009, Síða 170
leiðum, á endanum á Íslandi.33 Íslendingar sjálfir tóku líka gagnrýni
á viðskiptalífið sem árás á sig; hátt álag á skuldir íslenskra fjármála-
fyrirtækja var þannig skrifað á reikning ranghugmynda um „stöðu ís-
lensku fjármálafyrirtækjanna“ og „þá ágætu innviði sem hér hafa
verið byggðir“, og það fól „í sér vanþekkingu … á einkennum og
eiginleikum þjóðarinnar“, eins og segir í svonefndri ímyndarskýrslu
forsætisráðuneytisins sem út kom snemma árs 2008.34 Því þarf ekki
að koma á óvart að tilraunir „okkar“ nú til að afneita íslenskum
bankasnillingum hljómi ekki sannfærandi í allra eyrum.
Þeir sem hvað harðast hafa gagnrýnt afstöðu Íslendinga eru þó
þeir sem eiga harma að hefna í Icesave-málinu og sjá því enga ástæðu
til að hvítþvo „okkur“ af meintum glæpum. Þar má m.a. benda á fyrr -
verandi eigendur sparifjár hjá íslensku bönkunum, og þá ekki síst þá
sem lagt höfðu fé sitt inn hjá kaupþingi á Mön eða Landsbankanum
á Guernsey, en þeim fannst eins og þeir hefðu fallið á milli skips og
bryggju þegar kom að uppgjöri íslensku bankanna á Bretlandi. Lesa
má viðhorf eins fulltrúa þessa hóps í athugasemd sem birtist við grein
um Ísland á vefsíðunni Timesonline í október 2009. „Hvað Ísland
varðar“, segir þar, „nærðist ríkisstjórnin af mestu ánægju á miklum
gróða bankanna á meðan allt lék í lyndi, en nú lætur hún eins og sökin
sé einungis örfárra einstaklinga í fjármálaelítu þeirra og að málið komi
henni ekki við“. Mótmælti sparifjáreigandinn hástöfum því sem hann
kallaði „versta glæp“ ríkisstjórnar Íslands, en það var að hún mis-
munaði viðskiptavinum bankanna eftir þjóðerni með svokölluðum
neyðarlögum sem sett voru snemma í október 2008. Þá var sparifé ís-
lenskra innistæðueigenda tryggt að fullu en erlendir viðskiptavinir
bankanna flokkaðir sem „annarsflokks sparifjáreigendur“, svo aftur
sé vitnað í athugasemd hins reiða sparifjáreiganda.35
Í þessu felst meginvandi „okkar“ í þessari deilu. Flestum Íslend-
ingum finnst óréttlátt að þeir séu krafðir um að taka á sig skuld-
bindingar fallins einkafyrirtækis, því að í kapítalísku hagkerfi ríkir
sú grundvallarregla í viðskiptum að þau eru byggð á frjálsum samn-
ingum sem koma þeim einum við sem eiga beina aðild að viðskipt-
guðmundur hálfdanarson170
33 Vef. „Islændingenes skattemodel“, http://web.ekstrabladet.dk/grafik/is-
landskskattemodel.jpg, sótt 15. október 2009.
34 Ímynd Íslands, bls. 30–31.
35 Vef. F. erker, athugasemd við grein Sarah Haines, „Iceland exposed: How a
whole nation went down the toilet“, Timesonline 1. okt. 2009, http://women.time
sonline.co.uk/tol/life_and_style/women/the_way_we_live/article6855928.ece#com
ment-have-your-say, sótt 15. október 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 170