Saga - 2009, Page 171
unum. Samkvæmt þessu eru deilur breskra og hollenskra sparifjár-
eigenda — eða ríkisstjórna Bretlands og Hollands fyrir þeirra hönd
— við þrotabú Landsbankans og Tryggingasjóð innistæðueigenda
og fjárfesta íslenskum skattgreiðendum algerlega óviðkomandi, enda
komum „við“ hvergi nálægt þeim viðskiptum. Þessi skoðun er í alla
staði skiljanleg, en staða „okkar“ hefði óneitanlega verið mun sterk-
ari ef íslensku bankarnir hefðu verið gerðir upp eins og hver önnur
gjaldþrota einkafyrirtæki í október 2008. Það var alls ekki gert, því
að ríkið yfirtók innlenda starfsemi bankanna, án þess að íslenskir
sparifjáreigendur bæru nokkurn skaða, en útibú þeirra erlendis voru
einfaldlega látin róa og engin ábyrgð viðurkennd á inneignum spari-
fjáreigenda þar. Það er með þessum rökum sem íslensk stjórnvöld
eru sökuð um að mismuna viðskiptavinum bankanna eftir þjóðerni,
og erfitt er að hafna þeim með öllu.36
Viðhorf evrópskra ráðamanna til Icesave-deilunnar virðast ekki síst
hafa mótast af þessu atriði, enda tengist það grundvelli evrópusam -
starfsins alls. Þetta birtist skýrt strax í stofnsáttmála efnahagsbandalags
evrópu (eBe) frá árinu 1957 (svokölluðum Rómarsáttmála), en í 7.
grein hans er beinlínis tekið fram að öll mismunun á grundvelli
þjóðernis í þátttökuríkjunum sé óheimil.37 Líta má á þetta ákvæði
sem ákveðið fráhvarf frá hugmyndum 19. aldar um þjóðríkið, þar
sem ríkisfang borgaranna, með þeim rétti sem það gefur, og þjóðerni
fylgist yfirleitt að. Þessi saga er vel þekkt og verður ekki rakin hér,38
en grundvallarhugmyndin með eBe var sú að þótt gengið væri út
frá því að þjóðríkin héldu velli sem sjálfstæðar pólitískar einingar,
þá mynduðu aðildarlöndin öll einn sameiginlegan markað þar sem
fólk, vörur og fjármagn áttu að streyma óhindrað á milli landa.
hver erum við? 171
36 Sjá Vef. „Álit Hollendinga um skuldbindingar Íslands dags. 3. nóvember 2008
og lagt var fyrir gerðardóm í kjölfar eCoFIN fundar“ og „Álit Breta um skuld-
bindingar Íslands dags. 6. nóvember 2008 og lagt var fyrir gerðardóm í kjölfar
eCoFIN fundar“, http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/adgerdir-
stjornvalda/samantekt-adgerda/icesave-samningurinn/skjol-vegna-icesave-
samningsins/#lanasamningar, sótt 30. október 2009. Þess ber að geta að ís-
lenskir lögfræðingar hafa andmælt lagalegum forsendum þessarar kröfu, sjá
Stefán Már Stefánsson og Lárus L. Blöndal, „Mismunun og Icesave“, Morgunblaðið
6. júlí 2009, bls. 15.
37 Samninginn má lesa á Vef. european Navigator, „Treaty establishing the european
economic Community (Rome 25 March 1957)“, http://www.ena.lu/, sótt 30.
október 2009.
38 Ágætis yfirlit yfir tilurð og sögu evrópusamstarfsins er í John Pinder, The
European Union. A Very Short Introduction (oxford: oxford University Press
2001).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 171