Saga - 2009, Page 175
þór whitehead
eitt minnisblað
og óraunveruleiki fortíðar
Svar til Jóns Ólafssonar
Svör Jóns Ólafssonar við gagnrýni minni á grein hans í Sögu 2007
virðast því miður til þess fallin að flækja fremur en skýra málin.1
kjarninn í gagnrýni minni er þó einfaldur: Jón fær upp í hendur
minnis blað eitt frá Moskvu þar sem Wilhelm Florin, þýskur um-
sjónarmaður Norðurlandamála hjá komintern, lýsir annmörkum á
því að kommúnistaflokkur Íslands sameinist vinstri armi Alþýðu -
Saga XLVII:2 (2009), bls. 175–184.
1 Jón Ólafsson, „Raunveruleiki fortíðar og eitt minnisblað“, Saga XLVII:1 (2009),
bls. 149–161. Sjá einnig grein Jóns Ólafssonar: ,,komintern gegn klofningi. Viðbrögð
Alþjóðasambands kommúnista við stofnun Sósíalistaflokksins“, Saga XLV: 1
(2007), bls. 93–111. Gagnrýni mín birtist í greininni ,,eftir skilyrðum kominterns.
Stofnun Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins 1937–1938“, Saga XLVI:2
(2008), bls. 17–55. Í svargrein Jóns (bls. 149–154) er að finna enn eina lýsingu hans
á meintum ágreiningi kommúnista um sameiningarmál vinstriflokkanna, sem
skipað hafi komintern ,,einhvers staðar mitt á milli Brynjólfs [Bjarnasonar] og
einars [olgeirssonar] og fylgismanna hvors um sig“. (,,komintern gegn klofn-
ingi“, bls. 107.) eins og ég benti á í grein minni, liggur alls engin heimild fyrir
um þennan ágreining. Öðru nær, einn af foringjum kommúnistaflokksins, sem
annaðist sameiningarviðræður við Alþýðuflokkinn, hefur vottað að Brynjólfur
Bjarnason hafi verið samningsliprari við jafnaðarmenn en einar olgeirsson.
(Viðtal. Höfundur við Þorstein Pétursson, 14. nóv. 1979.) Þetta gengur þvert á
skrif Jóns Ólafssonar um ágreining kommúnista um sameiningarmálin 1937–1938.
Þar til Jón framvísar einhverri heimild til stuðnings skrifum sínum um þetta efni,
verður að líta á þau sem skáldskap og því handan við viðfangsefni sagnfræðinnar.
kveikjan að þeim virðist sú að hann þekkti ekki skilyrði kominterns fyrir sam-
einingu kommúnista og jafnaðarmanna, og taldi að Brynjólfur Bjarnason hefði haldið
þeim fram Alþjóðasambandinu til hrellingar, til að spilla fyrir því að kommún-
istar sameinuðust Alþýðuflokknum í heild. Þá hefur Jón einnig fullyrt ranglega
að í skýrslu Brynjólfs til kominterns í ágúst 1937 hafi ýmist komið fram áhuga-
leysi hans eða andstaða við sameiningu flokkanna. Á hinn bóginn hefur hann
einnig staðhæft að Brynjólfur hafi tekið frumkvæði í sameiningarmálinu og er
það sönnu nær, en þvert á áðurnefndar fullyrðingar. Jón bregst ekki við ábend-
ingu minni um að hafa farið tvisvar sinnum rangt með efni skýrslunnar og er
það miður. („eftir skilyrðum kominterns“, bls. 23, 32–35.)
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 175