Saga - 2009, Síða 176
flokks ins í Sósíalistaflokknum 1938. Jón taldi þetta minnisblað tíma -
móta skjal sem styddi þá kenningu að kommúnistaflokkurinn, Ís-
landsdeild kominterns, hafi verið sjálfráða eða mikilsráðandi um
stefnu sína og starfsemi. Í grein um minnisblaðið í Sögu sagði Jón í
fyrirsögn: ,,komintern gegn klofningi. Viðbrögð Alþjóðasambands
kommúnista við stofnun Sósíalistaflokksins“. Þetta var fullyrðing
um að komintern hefði snúist gegn flokksstofnuninni, eins og Jón
heldur nú fram fullum fetum. Í inngangi að áðurnefndri grein varð
Jón þó að viðurkenna óbeint að þessi fullyrðing stæðist ekki. Minnisblaðið
lýsti aðeins fyrstu viðbrögðum ,,í höfuðstöðvum kominterns“ en
ekki andstöðu sjálfs Alþjóðasambandsins. Undir lok greinar sinnar viður-
kenndi Jón síðan að hann hefði alls engar heimildir um afstöðu yfir -
stjórnar sambandsins: Það væri raunar ,,ekki ljóst“ hvort hún hefði,
þegar öllu væri á botninn hvolft, brugðist við minnisblaðinu.2
Nú er það svo að flestir, ef ekki allir fræðimenn, sem sýslað hafa
með skjöl stórra stofnana, þekkja þess dæmi að undirmenn taki
afstöðu til mála sem yfirmenn reynast ósammála. Í komintern komu
ákvarðanir að ofan en ekki neðan auk þess sem skjalasafn sambandsins
er gloppótt. en í stað þess að endurskoða upphaflega fullyrðingu í
þessu ljósi og líta til hollustu og deildartengsla kommúnistaflokksins
við komintern, þóttist Jón finna tvær vísbendingar því til stuðnings
að Alþjóðasambandið hefði raunverulega lagst gegn stofnun Sósíal -
istaflokksins. Það mætti ,,ef til vill draga einhverjar ályktanir af því“
að komintern virtist ekki hafa sent stofnþingi Sósíalistaflokksins
kveðjur, öndvert við kommúnistaflokka Danmerkur og Svíþjóðar.
Þá hefði Morgunblaðið sagt að ,,línan“ um flokksstofnunina hefði verið
sótt til Stokkhólms.
Í grein minni (bls. 46) rökstuddi ég að lesendur væru augljóslega
leiddir afvega með slíkum ályktunum. Norrænu kommúnistaflokk-
arnir hefðu verið sauðtryggir komintern, eins og Jón hefði sjálfur
greint frá á bók. kveðjur þeirra hefðu því verið ígildi blessunar frá
Alþjóðasambandinu við stofnun Sósíalistaflokksins og Morgunblaðið
átt við það eitt að línan um hana hefði verið sótt til ,,Moskvaliðsins“
í Stokkhólmi.
Jón segir mig hafa misskilið ályktanir um þetta efni, en leiðréttingar
hans snúast upp í mótsagnir (sjá neðanmálsgrein) og að lokum situr
hann fastur við sinn keip.3 Jón endurtekur jafnvel túlkun sína á orðum
þór whitehead176
2 Jón Ólafsson, „komintern gegn klofningi“, bls. 93–96, 109.
3 Jón vísar til eigin ályktana og athugasemdar og segir: ,,Sú staðreynd að komintern
lætur ekkert frá sér heyra um flokksstofnunina segir ekkert sérstakt um afstöðu
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 176