Saga - 2009, Síða 179
Í grein minni færði ég rök fyrir því að óhugsandi væri að komm -
ún istaflokkurinn, Íslandsdeild kominterns, hefði getað sameinast
vinstri-jafnaðarmönnum og lagt sjálfan sig niður nema með samþykki
móðursamtaka sinna. ,,Flokkur okkar á Íslandi“, eins og Florin og
samstarfsmenn hans í Moskvu nefndu kommúnistaflokkinn jafnan,
hefði samkvæmt lögum sínum og starfsemi ekki verið sjálfráður.8 Á
því lykilatriði hlyti fullyrðing Jóns Ólafssonar um stofnun Sósía lista -
flokksins í andstöðu við komintern endanlega að steyta. Í raun er
álíka fráleitt að álykta að kommúnistar hefðu getað lagt niður íslensku
kominterndeildina í óleyfi og að ætla að kaþólski söfnuðurinn á Ís -
landi gæti runnið saman í nýjan söfnuð með hluta ásatrúarmanna án
samþykkis páfa og Vatíkansins. ekki verður móðurkirkjunni þó á
nokkurn hátt jafnað saman við komintern Dimitrovs og Stalíns.
Jón Ólafsson fullyrðir hins vegar að í ágúst 1938 hafi einar olgeirs -
son skrifað komintern bréf frá Svíþjóð (sbr. rangtúlkun hans á orðum
Morgunblaðsins um línuna frá Stokkhólmi), ,,ekki til að biðja um ráð
eða leyfi til að stofna flokk, heldur til að tilkynna komintern að félag-
arnir á Íslandi ætluðu sér að stofna nýjan flokk um haustið“.9 Ábend-
ingu minni um að þetta hefði ekki verið framkvæmanlegt nema með
samþykki Alþjóðasambandsins svaraði Jón með þeirri fullyrðingu
að Florin hefði skilið bréf einars olgeirssonar um væntanlega stofnun
Sósíalistaflokksins sem ,,tilkynningu … en ekki beiðni um samþykki“.
Þess vegna hefði hann lagt ,,til aðgerðir til að stöðva atburðarás-
eitt minnisblað og óraunveruleiki … 179
í bókstaflegri merkingu þess orðs“ (raunsönn lýsing Jóns Ólafssonar í svar-
greininni). Maður í þessari stöðu gat varla öryggis síns vegna brugðist öðruvísi
en neikvætt við áformi um stofnun Sósíalistaflokksins. ella gat hann vakið upp
lífshættulega ásökun óvildarmanna um að styðja ekki samfylkingarstefnuna af
heilum hug, þar sem íslenskum kommúnistum hafði ekki tekist að sameinast
Alþýðuflokknum sem slíkum, svo sem stefnt hafði verið að samkvæmt fyrir-
mælum kominterns. Jón Ólafsson reynir að gera lítið úr hættulegri stöðu Florins
og segir mig komast í mótsögn við eigin orð, þar sem niðurstaða mín sé sú að
Dimitrov hafi samþykkt stofnun Sósíalistaflokksins. Florin hefði einmitt átt að
forðast að komast í andstöðu við þennan yfirboðara sinn, ef eitthvað væri hæft
í ályktun minni (,,Raunveruleiki fortíðar og eitt minnisblað“, bls. 155–156). en
hér lítur Jón framhjá því að Florin vissi greinilega ekki hvernig Dimitrov brygðist
við óskinni um stofnun Sósíalistaflokksins. Því var öruggast fyrir hann að telja upp
alla þá annmarka á henni sem hugsanlega mátti skilgreina sem sértrúartil-
hneigingar (banabiti félaga hans), en vísa málinu að öðru leyti til ákvörðunar
Dimitrovs.
8 Vef. www.jonolafs.bifrost.is. RGASPI. Florin til Dimitrovs, ágúst 1938 [afrit].
9 Jón Ólafsson, ,,komintern gegn klofningi“, bls. 107.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 179