Saga - 2009, Page 180
ina, en ekki svar, sem hafi verið rökrétt viðbrögð við beiðni“ (bls.
154).
ef litið er á bréf einars olgeirssonar til kominterns, kemur í ljós
að Jón fer rangt með þetta lykilatriði. einar ritaði eftirfarandi fyrir
hönd miðstjórnar kommúnistaflokksins:
Strax eftir ákvörðun flokksþings AF [Alþýðuflokksins] yrði svo
að halda sameiningarflokksþingið og við höfum nú ákveðið að
boða til flokksþings okkar 20. október með eftirfarandi dagskrá:
Skýrsla MS [miðstjórnar].
Sameining verkalýðsflokkanna og eining verkalýðshreyfingar-
innar.
Við óskum eftir staðfestingu ykkar á boðun [flokksþingsins] og
dagskránni.
Bréfinu lauk einar síðan með þessum orðum: ,,Við vonumst til að
heyra brátt frá ykkur.“10
Þannig lét kommúnistaflokkur Íslands sér ekki nægja einfalt
samþykki móðursamtakanna við áformum sínum, heldur bað um
tvöfalt samþykki þeirra: annars vegar fyrir því að fá að boða flokksþing
og hins vegar fyrir því að fá að leggja fram dagskrá, þar sem gert
væri ráð fyrir tillögum um að leggja flokkinn niður og stofna Sósíal -
istaflokkinn.
Þegar Florin benti Dimitrov aðalritara á að þeir gætu komið
boðum til kommúnistaflokksins með þremur tilteknum aðferðum,
eftir að hafa ákveðið ,,hvað gerast skuli“ (sjá bls. 178 hér að framan),
var hann að sjálfsögðu að bregðast við þessari beiðni flokksins —
aðalerindi bréfsins. Í orðalagi Florins fólst ekki aðeins að hann væri
að vísa beiðni flokksins til ákvörðunar Dimitrovs, heldur jafnframt vissa
um að komintern ákvæði hvort áform íslenskra kommúnista næðu
endanlega fram að ganga. Það var í samræmi við bréflega ósk þeirra,
þótt Florin fyndist — eða léti sem sér fyndist — að þeir hefðu gengið
of langt í því að segja klofning Alþýðuflokksins óhjákvæmilegan.
þór whitehead180
10 Frumtextinn er svo á þýsku: ,,Sofort nach der entscheidung auf dem kongress
der AP müsste dann der Vereinigungsparteitag stattfinden und wir haben jetzt
beschlossen unseren Parteitag zum 20. oktober einzuberufen mit folgender
Tagesordnung:
Bericht der [svo] Zk.
Die Vereinigung der Arbeiterparteien und die einheit der Arbeiterbewegung.
Wir bitten um eure Bestätigung zu der einberufung und der Tagesordnung.
…
Wir hoffen bald von euch zu hören.“ (Lbs-Hbs. 5228 4to.)
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 180