Saga - 2009, Blaðsíða 181
Ósönn fullyrðing Jóns Ólafssonar, um að kommúnistaflokkurinn
hafi ekki beðið um leyfi kominterns fyrir stofnun Sósíalistaflokksins,
krefst þess hins vegar að Jón láti sem Florin hafi alls ekki verið að
bregðast við skýrri ósk einars um tvöfalda staðfestingu kominterns.
Leiðtoginn hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að ætla að stöðva áform
íslenskra kommúnista með aðgerðum á skjön við bréfið, sem hafi
aðeins verið ,,tilkynning“ um afráðna hluti.11
Þegar borin eru saman ýmis skrif Jóns Ólafssonar um bréf einars
olgeirssonar til kominterns, sést enn í hvílíkum ógöngum hann
hefur lent með því að endurskoða ekki fullyrðingu sína um andstöðu
Alþjóðasambandsins í svargrein sinni. Í bókinni Kæru félagar (bls.
109) segir Jón réttilega: ,,einar bað kominternforystuna að staðfesta
dagskrá stofnfundarins, í raun að leggja blessun sína yfir áformin“
um stofnun Sósíalistaflokksins. Í upphaflegri grein í Sögu komst Jóns
hins vegar í mótsögn við sjálfan sig. Fyrst fullyrti hann að einar
hefði ekki beðið komintern um neitt leyfi fyrir stofnuninni, en í
fram haldinu sagði Jón að hann hefði óskað ,,eftir því að komintern
stað festi þessar fyrirætlanir og dagskrá flokksþings kommúnista -
flokksins“.12
Jón skýrði ekki frá því í upphaflegri grein, hvort andstaða kominterns
við stofnun kommúnistaflokksins hafi komið fram í öðru en kveðju-
leysi við stofnun Sósíalistaflokksins. Nú fullyrðir hann að ógnaræði Stal -
íns hafi gengið svo nærri komintern 1938, að forystulið sambands-
ins hafi hvorki haft burði til að fjalla um málið né gera nokkrar ráðstaf-
anir til að grípa fram fyrir hendurnar á forystumönnum flokksins.
,,Þögn“ kominterns beri einnig vott um að kommúnistaflokkur Ís-
lands hafi ,,ekki [verið] mikilvægasti aðildarflokkur“ þess (bls. 155–156).
eitt minnisblað og óraunveruleiki … 181
11 engu að síður er það aðalstefið í svarskrifum Jóns að ég hafi gerst sekur um
„hrapallega mistúlkun“ á grein hans, þar sem það sé „einmitt lykilatriði“ hennar,
„að stofnun Sósíalistaflokksins beri ekki að skilja sem uppreisn gegn komintern“.
Þessi mistúlkun mín sé skýringin á öllum meintum þversögnum hans. Hann
hafi tekið skýrt fram að Sósíalistaflokkurinn hafi enga uppreisn gert gegn
Moskvuvaldinu, fyrr en með mótmælum við innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968
(bls.149). Nú vísaði ég sérstaklega til þessara ummæla Jóns og þótti þau til
marks um helstu þversögn hans (,,eftir skilyrðum kominterns“, bls. 48). Hefðu
íslenskir kommúnistar í rauninni getað gert svæsnari uppreisn en þá að leggja
deild sína í komintern niður að sambandinu fornspurðu og stofna í staðinn
nýjan flokk í andstöðu við vilja þess? Jón vill greinilega ekki að dregnar séu
rökréttar ályktanir af skrifum hans, því að þá skýrist að sjálfsstjórn komm -
únistaflokksins á sér enga stoð í heimildum.
12 Jón Ólafsson, ,,komintern gegn klofningi“, bls. 107.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 181