Saga - 2009, Qupperneq 183
istaflokks Íslands hafa ekki verið til sýnis, hvað sem líður öllum full-
yrðingum um sjálfsstjórn flokksins.
Ég sagði í grein minni að ekki stæðu um það deilur í fræðaheim-
inum að deildir kominterns á Vesturlöndum hefðu verið ósjálfráðar.
Þá aðhylltust fáir vestrænir fræðimenn þá skoðun Jóns að Sovétríkjunum
hefði ekki verið stjórnað af kommúnistaflokknum eða fámennum
hópi leiðtoga með alræðisvald í íslenskum skilningi þess orðs. Jón
svarar þessu með upptalningu á ýmsum erlendum fræðimönnum,
einkum úr hópi svonefndra ,,endurskoðunarsinna“, og lætur að því
liggja að þessir menn séu honum sammála í einu og öllu. Þá sakar
hann mig um að bregðast nemendum mínum sem prófessor í ,,ríkis -
háskóla“ með því að halda fram við þá einni skoðun um þessi efni
(bls. 159). eins og nemendur mínir gætu staðfest, hafa verk end-
urskoðunarsinna um Sovétríkin og kalda stríðið verið á dagskrá í
námskeiðum mínum um árabil. Þótt margt sé umdeilt í fræðaheim-
inum um sögu kommúnistahreyfingarinnar, snúast þær deilur nú á
dögum ekki um það hvort deildir kominterns hafi verið sjálfráðar,
jafnvel að því marki að geta sagt sig úr lögum við móðursamtökin
án þess að þau æmtu. Hiklaust má fullyrða að rannsóknir fræðim-
anna í skjalasöfnum í Moskvu hafa staðfest ofurtök kominterns á
deildum sínum á Vesturlöndum, þótt stýringin frá Moskvu hafi verið
misjafnlega mikil eftir tímabilum.14
Varla þarf heldur að deila um það að skoðanabræður Jóns um sov-
éskt stjórnarfar eru í minnihluta á meðal vestrænna fræðimanna. eftir
hrun Sovétríkjanna er erfitt að halda því fram að yfirvöld, sem sviptu
þegna sína mannréttindum, hnepptu milljónir þeirra í banvænar
fangabúðir og sviptu aðra lífi fyrir ímyndaða eða raunverulega andstöðu
við sig, hafi stjórnað í krafti verkalýðsins eða óræðs almannavilja.
kjósendur í Rússaveldi hafa ekki heldur falið kommúnistum landstjórn,
frá því að þeir fengu raunverulegan kosningarétt.
eitt minnisblað og óraunveruleiki … 183
14 Jón Ólafsson vísar í eftirfarandi rit til marks um nýjar rannsóknir á sögu komm-
únistahreyfingarinnar: kevin McDermott og Jeremy Agnew, The Comintern. A
History of International Communism from Lenin to Stalin (Basingstoke: Macmillan
1996). („komintern gegn klofningi“, bls. 96.) Það er vel við hæfi, því að niðurstaða
höfunda er þessi: frá 1929 ,,réð sá fyrir komintern, sem réð fyrir rússneska
flokkskerfinu“. Saga Alþjóðasambandins sýndi að þegar erlendir kommúnistar
þurftu að glíma við þann vanda að ,,reyna að halda jafnvægi á milli tryggðar
við Moskvu og getu sinnar til að bregðast við raunverulegum aðstæðum heima
fyrir“ völdu menn „ævinlega fyrri kostinn“ (bls. 44 og 118).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 183