Saga - 2009, Blaðsíða 186
sagnfræði. Hin fyrri, Menntun, ást og sorg,2 birtist í ritröðinni Sagnfræði -
rannsóknum hjá Sagnfræðistofnun Háskólans. Þar var ekki rúm til að
kynna heimildirnar með svo ríkulegum dæmum sem vert hefði verið.
Úr þeim varð því sérstök bók, upphafsbindi þeirrar ritraðar sem hér
er til umræðu:3
Nr. 1, 1997
Bræður af Ströndum. Dagbækur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsævisaga,
minnisbækur og samtíningur frá 19. öld. [efni að mestu eftir Halldór
og Níels Jónssyni 1890–1914.] Útg. Sigurður Gylfi Magnússon.
323 bls.
Útgáfan var fjármögnuð með styrkjum og réðst ekki fyrr en á enda-
sprettinum að bókin kæmi út hjá Háskólaútgáfunni og undir ritraðar-
heitinu Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar, raunar án tölusetningar
en í þeirri von að framhald yrði á. Ritstjóra er ekki getið en fram kemur
í formála að kári Bjarnason, sérfræðingur á Handritadeild Landsbóka -
safns (og lesendum kannski kunnastur sem útgefandi trúarlegrar tón-
listar og ljóðlistar fyrri alda), hafi hvatt til útgáfunnar og unnið að
henni með samanburði uppskriftar við handrit. Framhaldið skipu-
lögðu þeir svo saman, kári og Sigurður, og fengu styrk frá Landsbankanum
(löngu fyrir einkavæðingu) sem tryggði líf ritraðarinnar næstu fjögur
ár. kom þá út bindi á ári undir ritstjórn þeirra tveggja:4
Nr. 2, 1998
Kraftbirtingarhljómur guðdómsins. Dagbók, sjálfsævisaga, bréf og kvæði
Magnúsar Hj. Magnússonar, skáldsins á Þröm. [efni einkum eftir
Magnús 1893–1913.] Útg. Sigurður Gylfi Magnússon. 423 bls.
helgi skúli kjartansson186
2 Sigurður Gylfi Magnússon, Menntun, ást og sorg. Einsögurannsókn á íslensku sveita-
samfélagi 19. og 20. aldar, Sagnfræðirannsóknir 13. Ritstj. Gunnar karlsson (Reykjavík:
Sagnfræðistofnun og Háskólaútgáfan 1997).
3 Um tildrög útgáfunnar sjá, auk upplýsinga í bókinni sjálfri (bls. 9–10, 17–18),
greinargerð á vef Sigurðar Gylfa, „Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar“,
http://www.akademia.is/sigm/synisbok.html, skoðað 13. sept. 2009; einnig
lýsingu hans í formála að Menntun, ást og sorg, bls. 7–9.
4 Um nr. 2 og 3 skrifar Þorgerður Hrönn Þorvaldsdóttir í Sögu 2000, bls. 365–368 og
Ólafur Rastrick í Morgunblaðið 30. maí („Sagnfræði hins einstaka“) og 22. des-
ember („Bréfasafn fjölskyldu“) 1999. Um nr. 5 birtust allvíða umsagnir (sem yf-
irleitt fjalla jafnframt um útgáfu Böðvars Guðmundssonar á vesturfarabréfum),
m.a. ritdómur Huldu S. Sigtryggsdóttur í Sögu 2002, bls. 280–284. Um ritröðina
birtust viðtöl í Sögnum 2001, bls. 72–77.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 186