Saga - 2009, Blaðsíða 187
Nr. 3, 1999
Elskulega móðir mín, systir, bróðir, faðir og sonur. Fjölskyldubréf frá
19. öld. [Bréf úr fjölskyldu Jóns Borgfirðings 1878–1908.] Útg.
Sigrún Sigurðardóttir. 350 bls.; myndir.
Nr. 4, 2000
Orð af eldi. Bréfasamband Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum og Þorsteins
Erlingssonar á árunum 1883–1914. Útg. erna Sverrisdóttir. 212
bls.; myndir.
Nr. 5, 2001
Burt — og meir en bæjarleið. Dagbækur og persónuleg skrif Vestur -
heimsfara á síðari hluta 19. aldar. [Úr minningum þriggja vestur-
fara og samtímaefni frá átta vesturförum 1876–1891.] Útg. Davíð
Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon. 377 bls.; myndir, ritsýni;
myndaskrá.
Hér var orðin til ritröð með ákveðna stefnu og svipmót sem veru-
legt nýjabragð var að5 í íslenskum fræðum. Birtar voru persónulegar
heimildir: dagbækur, sendibréf, minningar — kenndar við alþýðumenn-
ingu enda úr penna alþýðufólks eða menntamanna af alþýðuheimilum
(eins og þeir voru, skáldið Þorsteinn erlingsson og synir Jóns Borg -
firð ings, Finnur prófessor og klemens landritari). ekki er leitað heim-
ilda frá fólki með úrtaksgildi meðalmanna heldur heimilda sem eru
öðrum fróðlegri af því að þær spegla líf og hugsun sérstakra ein-
staklinga, þeirra sem hafa sérlegri reynslu að miðla og búa yfir óvenju-
legri hæfni — sumir allt að því áráttu — til að skjalfesta tilveru sína.
en það er einmitt prófsteinn á gangverk samfélagsins, takmarkanir
þess og þanþol hvernig það brást við óvenjulegum einstaklingum
og hvaða svigrúm það gaf þeim — eða gaf ekki. Söguhetjur eru af
báðum kynjum: Sjálfmenntaða skáldkonan Ólöf frá Hlöðum reynist
verðugur sálufélagi góðskáldsins, og í fjölskyldu Jóns Borgfirðings
stígur dóttir hans, Guðrún Borgfjörð, fram sem minnisstæð aðal-
persóna.
kröftugasta útgáfustarf … 187
5 eldri útgáfur af sambærilegu efni voru einkum sendibréf, ekki síst bréf stór-
skálda og stjórnmálaleiðtoga; þó voru t.d. bréfaútgáfur Finns Sigmundssonar
(1946–1975) býsna fjölbreyttar að efni. Á bók var líka til efni úr dagbókum manna
á borð við Jónas Hallgrímsson og Þórberg Þórðarson, og af sagnfræðingum hafði
a.m.k. Bergsteinn Jónsson gefið út dagbækur alþýðumanns sem heimild um al-
mennt mannlíf, þ.e. dagbækur vesturfarans Jóns Jónssonar frá Mjóadal sem Berg -
steinn birti í Sögu 1975 (bls. 106–151) og 1980 (bls. 49–76).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 187