Saga - 2009, Page 188
Heimildirnar eru að sjálfsögðu mest óbirtar (endurprentaðar eru
þó minningar nokkurra vesturfara og einkar vel til fundinn kafli úr
minn ingum konu sem ung hafði orðið ástfangin af Magnúsi Hj. Magn -
ús syni). Mest af heimildunum var líka óþekkt. Skrif þeirra Halldórs
og Níelsar reyndust falinn fjársjóður sem strax vakti verðskuldaða
athygli. Tilfinningaþrungin bréfaskipti Þorsteins og Ólafar voru svo
rækilega óþekkt að tvær fræðikonur höfðu samtímis unnið að út-
gáfu þeirra, hvor um sig í þeirri góðu trú að hún ein hefði aðgang
að þeim.6 Hins vegar voru dagbækur og sjálfsævisaga Magnúsar Hj.
Magnússonar löngu landskunn, fyrst sem efniviður Halldórs Laxness
í aðalpersónu Heimsljóss og síðan af bókum Gunnars M. Magnúss
sem vildi færa lesendum sannsögulega mynd (eftir sínum skilningi)
af „skáldinu frá Þröm“. Þar reynast þeir þó hafa allmiklu við að bæta,
Magnús sjálfur, þar sem hann birtist í sínum eigin texta, og Sigurður
Gylfi í skýringum sem varpa ekki aðeins fróðlegu ljósi á persónu
Magnúsar og eðli heimildanna sem eftir hann liggja heldur einnig á
úrvinnslu þeirra Halldórs og Gunnars.
Stefna eða andi ritraðarinnar birtist í meðferð heimildanna ekki síður
en vali þeirra. Hugsunin er sú að leiða lesandann á vit heimildanna
sjálfra og þótt útgefandinn sé þar milliliður láti hann sem minnst
fyrir sér fara. Vissulega birta flest bindin (ekki nr. 4) efni úr svo stórum
heimildasöfnum að ekki kemur til greina annað en úrval, jafnvel
þröngt úrval úr sumum flokkum heimildanna. en þá er reynt að sýna
svip þeirra og eðli með óstyttum köflum, t.d. heilum árum úr dag-
bókum, jafnframt því sem valið er úr öðrum hlutum þeirra.
Hin hlédræga útgáfustefna felur í sér að leiðrétta heimildina sem
minnst, birta hana helst staf fyrir staf eins og lesandinn hefði frum-
ritið sjálft fyrir sér. einkum er útgáfa Sigurðar Gylfa á fyrsta bindinu
óvægilega stafrétt. Undir ritstjórn þeirra kára var síðan ákveðin sú
málamiðlun7 að samræma upphafsstafi í sérnöfnum og punkt og
helgi skúli kjartansson188
6 Hin útgáfan: Bréfaástir. Bréfaskipti Ólafar á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar. Útg.
Þóranna Gröndal (Reykjavík: Stormur 2000).
7 Sigurður Gylfi hefur (einna rækilegast í „Að kasta ellibelgnum“, 2. íslenska
söguþingið 30. maí–1. júní 2002. Ráðstefnurit II. Ritstj. erla Hulda Halldórsdóttir
(Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélagið og Sögu -
félag 2002), bls. 144–159, hér bls. 154–158) lýst ágreiningi sínum, sem í upphafi vildi
gefa allt út stranglega stafrétt, og kára sem aðhylltist fulla samræmingu ritháttar,
auk þess sem síðari ritstjórar voru einnig ólíkrar skoðunar um þetta. Gaman er
að sjá hvernig hann gerir hvorki lítið úr þessum ágreiningi né lýsir honum sem vanda-
máli heldur aðeins sem ákveðinni hlið á nánu og frjóu samstarfi þeirra kára.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 188