Saga - 2009, Side 193
eftir umskiptin var bókaflokkurinn fjölbreyttari en áður, að ekki
sé sagt sundurleitari. Aðeins tvö af þeim níu bindum sem síðan hafa
birst má kalla beint framhald af útgáfuröðinni eins og hún hafði mót -
ast áður:
Nr. 7, 2004
Landsins útvöldu synir. Ritgerðir skólapilta Lærða skólans í íslenskum
stíl 1846–1904. Útg. Bragi Þorgrímur Ólafsson. 365 bls.; myndir,
línurit; nafnaskrá.
Nr. 14, 2009
Ástin á tímum ömmu og afa. Bréf og dagbækur Bjarna Jónassonar
kennara, sveitarhöfðingja og samvinnumanns í Húnaþingi á öndverðri
20. öld. [Samtímaefni frá 1909–1980 auk upprifjana.] Útg. Anna
Hinriksdóttir. 292 bls.; myndir, kort, ritsýni.
Af þessum ritum er hið síðara mjög í anda fyrstu bókanna í flokknum,
efnið ívið yngra en mjög persónulegt, mest gert úr bréfum sem Bjarni
skrifaði konu sinni, fyrst sem „ástfanginn vonbiðill, ýmist vongóður
eða hryggbrotinn“, þá „ástfanginn heitmaður“ og loks „hamingju-
samur eiginmaður“ (bls. 16), en einnig er fengur að dagbókum hans
og öðru efni. Dótturdóttir hans sá um útgáfuna (á grundvelli MA-
ritgerðar í hagnýtri menningarmiðlun) og fer smekklega með tengsl
sín við bókarefnið.17
Landsins útvöldu synir18 er úrval af prófritgerðum í íslenskum
stíl, stuttum (algeng lengd ein blaðsíða, oft styttri og í mesta lagi
tvær) og skrifuðum til að mæta kröfum kennara á prófi. Þetta eru því
ekki persónuheimildir sem leiða lesandann til náinna kynna af
mönnunum bak við textann. en ritgerðirnar eru forvitnilegar, ef
ekki svo mjög sem heimildir um hina ungu höfunda hvern um sig
þá sem vitnisburður um skoðanir og röksemdir sem þeir töldu fram-
bærilegar á þessum vettvangi og ekki síður um það sem þeir litu á
sem sitt vandaðasta ritmál. en raunar á það við um alla textana,
sem hér hefur verið lýst, að þeir hafa auk annars gildi sem heim-
ild um mál og stíl af öðru tagi en því sem best er þekkt af prentuðum
ritum.
kröftugasta útgáfustarf … 193
17 Það stingur í stúf við fyrstu bindin að Anna nefnir í formála (bls. 17) aðeins
aðstoð foreldra sinna við samlestur og prófarkir, ekki ritstjóra eða fólks á þeirra
vegum. Þetta má e.t.v. tengja ummælum í fyrrnefndum formála 9. bindis (bls.
10) um að þar hafi ritstjórar og fleiri þurft að „vinna kauplaust og helgast það
af því að fjárhagslegur grundvöllur ritraðarinnar er veikur“.
18 Heimir Þorleifsson ritdæmir bókina í Sögu 2002, 2. hefti, bls. 248–250.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 193