Saga - 2009, Síða 195
ætla að sem ritstjóri hafi hann borið mesta ábyrgð á vali þeirra og
tilhögun:20
Nr. 6, 2002
Til merkis mitt nafn. Dómabækur Markúsar Bergssonar sýslumanns
Ísafjarðarsýslu 1711–1729. Útg. Már Jónsson. 410 bls.; mynd, kort,
ritsýni; málaskrá, myndaskrá.
Nr. 8, 2004
Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og
endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1587. Útg. Már
Jónsson. 383 bls.; atriðisorðaskrá.
Nr. 10, 2005
Guðs dýrð og sálnanna velferð. Prestastefnudómar Brynjólfs biskups
Sveinssonar árin 1639–1674. Útg. Már Jónsson. 513 bls.; registur.
Nr. 12, 2006
Í nafni heilagrar guðdómsins þrenningar. Prestastefnudómar Jóns
biskups Vídalíns árin 1698–1720. Útg. Már Jónsson og Skúli S.
Ólafsson. 335 bls.; registur.
Nr. 13, 2008
Eftir skyldu míns embættis. Prestastefnudómar Þórðar biskups
Þorlákssonar árin 1675–1697. Útg. Már Jónsson og Gunnar Örn
Hannesson. 377 bls.; registur.
Nr. 8, Jónsbók, hefur sérstöðu í ritröðinni:21 eini miðaldatextinn og sá
eini sem ekki er til í frumriti heldur fjölda handrita og prentana, meira
og minna ósamhljóða. Inngangur Más um allar þær flækjur er önd-
vegislesning þeim sem á annað borð gleðjast af slíkum fræðum. Í út-
gáfunni velur Már22 leið „nýju textafræðinnar“: að horfa á raun-
kröftugasta útgáfustarf … 195
20 Saga hefur birt ritdóm um nr. 6 (eftir Þorstein Tryggva Másson, 2003, 1. hefti,
bls. 209–213) og ritfregnir um nr. 8 (eftir Gunnar karlsson, 2005, 2. hefti, bls.
246–248) og 10 (eftir einar Hreinsson, 2008, 1. hefti, bls. 257–258).
21 Á hins vegar samleið með útgáfu Más o.fl. á Járnsíðu og kristinrétti Árna Þorláks -
sonar sem kom út 2005 í ritröðinni Smárit Sögufélags. Vel hefði farið á að þessar
ágætu útgáfur birtust báðar á sama vettvangi; mestu varðar þó að notendur
viti af báðum.
22 Ásamt Haraldi Bernharðssyni sem sá um að samræma mál og rithátt út gáfunnar
og ritar rækilegan inngangskafla um það efni. Annar starfsmaður útgáfunnar,
Gísli Baldur Róbertsson, ritar einnig hluta af inngangi, um endasleppar til-
raunir til að endurskoða Jónsbók.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 195