Saga - 2009, Page 197
Hér dugir því ekki annað en samræmdur ritháttur og þá sjálfsagt að
fylgja gildandi stafsetningu. en jafnvel í þeim búningi er hér margt
framandi og sumt torskilið — íslenskan nógu erfið, hvað þá þegar
heimildin slettir úreltri dönsku eða hálærðri latínu (og grísku þegar
verst lætur). Þetta eru líka rit sem minni ástæða er til að lesa í samfellu
en persónuheimildirnar, fremur að notandi leiti uppi tiltekin efnis-
atriði. Þannig er eðlilegt að Már hafi vikið nokkuð frá útgáfustefnu fyrstu
bindanna, fer þó bil beggja í nr. 6 en gengur lengra í hinum. Hér eru
inngangsritgerðir stuttar, með nákvæmum vísunum í heimildar-
textann og allnákvæmlega sagt frá handritum og útgáfuaðferð. Helstu
leiðréttingar frá handriti eru skýrðar neðanmáls en samræmingar-
atriði reifuð í inngangi.26 Rækilegt registur (bundið við orðaforða
heimildartextans en með ríkulegum millivísunum) vísar á nöfn og
atriðisorð og inn í það eru felldar skýringar erfiðra orða.
Hvernig heimildir af þessu tagi verða knúnar sagna um líf og ör-
lög venjulegs fólks má t.d. sjá í eldri rannsóknum Más Jónssonar
sjálfs.27 Barneignir og kynlíf eru hér nokkuð í forgrunni, en ekki þarf
lengi að lesa til að sjá birtu brugðið á margt annað sem útaf gat
brugðið. Sem lítið dæmi tek ég banaslys á börnum (nr. 6, bls. 213–214;
nr. 10, bls. 142–143, 229–23128 — þrem málum lýst og vísað til hins
fjórða). Þarna má sjá hvað ábyrgð foreldra telst rík að lögum, hversu
eðlilegar skýringar sem vangæsla þeirra kann að eiga. einnig hvað ör-
vænting mæðranna er sár eftir missi barns og enginn vottur um að hún
sé dregin í efa. enda virðast valdsmenn ríkis og kirkju, sem að þessum
málum koma, hafa fulla samúð með fólkinu þótt þeir telji sér skylt
kröftugasta útgáfustarf … 197
26 Þar fer ekki hjá því að um sumt megi deila, t.d. hvort ástæða er til að útgáfan aðgreini
fornöfnin hver og hvor ef heimildin gerir það ekki. Nokkrar algengar skamm-
stafanir eru samræmdar en leyst upp úr öðrum. Það er ágætt sem almenn regla
en vandamál gagnvart móðurnafni Brynjólfs biskups. Nafnritun hans í útgáf-
unni er jafnan „Brynjólfur Sveinsson Ragnheiðarson“, og er vissulega gaman
að halda á loft þeirri róttækni biskups að kenna sig til móður jafnt og föður. en
siður hans var að skammstafa móðurnafnið: „R“ — sýnilega af því honum þótti
sniðugt að geta ritað nafn sitt eins og þjóðhöfðingi (í nafnritun þeirra stóð R
fyrir rex/regina) og þeirri veglátu fyndni má lesandinn helst ekki missa af
heldur. Mér þætti gaman að vita hvort Brynjólfur notaði alltaf þessa frægu stytt-
ingu eða skrifaði móðurnafnið einhvern tíma fullum stöfum; um það get ég,
samræmingarinnar vegna, ekki fræðst af þessari útgáfu.
27 Dulsmál á Íslandi 1600–1920 (1985) og Blóðskömm á Íslandi 1270–1870 (1993).
28 og kannski víðar; af því að registur er bundið við orðalag heimildarinnar nýtist
það ekki til að leita af sér grun.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 197