Saga - 2009, Side 199
ALMeNNINGSFRÆÐSLA Á ÍSLANDI 1880–2007. I–II. Ritstjóri Loftur
Guttormsson. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2008. 703 blaðsíður. Myndir,
töflur, myndrit, annáll almenningsfræðslu, heimildaskrá, töfluskrá, mynd-
ritaskrá, ljósmyndaskrá, atriðisorðaskrá, mannanafnaskrá, staðarnafna-
skrá, skrá um skóla, félög og stofnanir, listi yfir ráðherra kennslu-/mennta-
mála, fræðslumálastjóra, skólastjóra/rektora kennaraskóla Íslands og
kennaraháskóla Íslands og formenn samtaka kennara.
engum getur leiðst að fletta ritinu Almenningsfræðsla á Íslandi 1880–2007, slík
er fjölbreytnin. Safnað hefur verið saman mikilli sögu og gífurlegu magni
upplýsinga sem bráðnauðsynlegt er að hafa á einum stað. Átta höfundar auk
ritstjórans, Lofts Guttormssonar, rita kafla um allt frá kirkjulegri heimafræðslu
til áhrifa foreldra á skólastarf. Heiti bindanna eru nokkuð lýsandi en það
fyrra nefnist Skólahald í bæ og sveit 1880–1945 og það síðara Skóli fyrir alla
1946–2007. Þarna má kynna sér sitthvað um skólaskemmtanir jafnt sem sam-
ræmd próf og ítarlegar skrár aftast í hvoru bindi auðvelda leit að ákveðnum
upplýsingum eins og framast er unnt. Allt þetta kann að æsa upp frekjuna
í lesanda sem vill fá ennþá meira, eins og vikið verður að síðar. en í heild er
ritið afar vel heppnað og framsetning öll með ágætum, kaflar hæfilega langir,
rammagreinar með beinum tilvitnunum áhugaverðar. Ríkulegur fjöldi ljós-
mynda er sérlega skemmtilegur og auðvelt að gleyma sér í allri þeirri sögu
sem þær segja. Það er t.d. mun meira spennandi að sjá mynd af heilu síðunum
úr dagblöðunum en að lesa eingöngu endursögn þess sem þar er letrað.
Mynd úr Barnaskólanum í Reykjavík veturinn 1913–1914 er einstaklega falleg
og því kannski með ráðum gert að nota hana í bæði bindi ritsins (I, bls. 127
og II, bls. 71). Það kom ritdómara næstum ekki á óvart þegar hann var að
blaða í sautján ára gömlum heftum af Nýjum menntamálum á dögunum að
rekast á umrædda mynd þar líka. Vissulega er eðlilegt að birta myndir af
embættismönnum og ráðuneytisstarfsmönnum eins og hefðin býður, en tölu-
vert skemmtilegri eru ljósmyndir úr skólalífinu, í þessu tilfelli alger fjársjóður
sem á aðeins eftir að verða dýrmætari með tímanum. Auðvelt er að falla í þá
gryfju að eyða allt of miklum tíma í að fletta upp í myndaskrá og kanna síðan
hvenær ótal forvitnileg augnablik eru. Má þar nefna opnu sem kallast kenn -
arastofan, þar sem m.a. má sjá vel greidda karlmenn hulda reykskýi úr veg-
legum pípum (II, bls. 216). Þó að ritdómari sé nógu gamall til að muna slíkt
R I T D Ó M A R
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 199