Saga - 2009, Page 205
rannsókn Gísla Gunnarssonar, Upp er boðið Ísaland, með því að stefna saman
tveim stærðum úr ólíkum heimildum: tölum frá Skúla Magnússyni um árlegt
meðalverðmæti fiskútflutnings 1764–1774 og áætlun Ólafs Stefánssonar
1770–1771 um verðmæti fiskafurða. Í þessum heimildum er því ekki verið
að meta sérstaklega innanlandsneyslu á fiski. Hinn fræðimaðurinn er sá sem
þetta ritar, en í greininni „Changes in food consumption in Iceland, ca.
1770–1940“ eru gerðar áætlanir um fiskneyslu Íslendinga. Þær eru einnig
birtar í bókinni Hagvöxtur og iðnvæðing um árin 1870–1945, með þeirri breyt-
ingu að árasveiflur á aflabrögðum eru ekki látnar hafa áhrif á neysluna og
tölur eru sýndar á hvern íbúa en ekki sem karlmannsígildi. Í Hagvexti og
iðnvæðingu er einnig áætlun um vinnuafl eftir atvinnugreinum (þ.m.t. sjávarútvegi)
frá 1870 til 1945. Allar þessar þrjár rannsóknir færir Gunnar sér í nyt án þess
þó að fallast á niðurstöður þeirra.
eins og Gunnar bendir á er aðferð Jóns Jónssonar við mat á fiskneyslu
gölluð því fiskneyslan er reiknuð sem fast hlutfall af útflutningi og sveiflast
þar af leiðandi með honum. en auðvitað stýrist neyslan ekki nema að óveru-
legu leyti af útflutningi heldur aðgangi fólks að fiskmeti og neysluvenjum. Gunnar
fer réttilega þá leið að meta fiskneysluna eftir sjálfstæðum vitnisburðum um
neyslu frekar en að leiða hana af útflutningi. ekki vill hann fallast á niðurstöður
úr rannsóknum undirritaðs, að því er virðist vegna þess að svo miklu munar
á þeim og áætlun Jóns Jónssonar um fiskneyslu á ofanverðri 18. öld og einnig
dregur hann fram heimildir nálægt aldamótum 1900 sem benda til meiri
neyslu en ég hef áætlað.
Gunnar velur árið 1900 sem upphafsár áætlunar sinnar og á grundvelli
nokkurra heimilda ályktar hann að „ómögulegt [virðist] að komast að ná-
kvæmri niðurstöðu, en traustustu heimildir vísa á 160–280 kg á mann á ári“
(bls. 18). Hann gerir ráð fyrir að árleg meðalneysla á fiski hafi verið 200 kg á
íbúa miðað við fisk upp úr sjó um aldamótin 1900, en hafi verið meiri á fyrri
tímum þegar minna var af útlendri matvöru. Hann giskar á að fram til 1800
hafi fiskneyslan verið 300 kg á ári á mann en síðan minnki hún með jafnri
línulegri breytingu fram til aldamóta 1900.
Út frá þessum forsendum reiknar Gunnar út botnfiskaflann frá 1904 og
allt aftur til 17. aldar, fyrir þau ár sem útflutningsskýrslur eru til um, og kemst
að mjög áþekkri niðurstöðu og Jón Jónsson um mörg ár 17. og 18. aldar
varðandi heildarafla og innanlandsneyslu, en er með lægri tölur þegar kemur
fram á 19. öld. Áætlun Gunnars er hins vegar miklu hærri en undirritaðs;
t.d. munar 50–90% á síðustu áratugum 18. aldar og 60% um aldamótin 1900.
Það munar um minna. Gunnar telur að það veki traust á áreiðanleika útreikn-
inga sinna að úr þeim kemur „furðu-svipaður heildarafli“ allt frá fyrri hluta
17. aldar til fyrri hluta 19. aldar (bls. 22). Það er þó ekki endilega traust-
leikamerki, vegna þess að stöðugleikinn í tölunum stafar fyrst og fremst af því
að stærstur hluti áætlunarinnar, innanlandsneyslan, er föst stærð sem breyt-
ist aðeins með fólksfjölda.
ritdómar 205
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 205