Saga - 2009, Page 207
Víkjum nú að hinu meginviðfangsefni Gunnars karlssonar, sem er áætlun
um fjölda starfandi manna í sjávarútvegi frá 18. öld og fram um 1900. Staðtölur
um vinnuafl og fjölda þeirra sem hafa framfæri af sjávarútvegi á 19. öld er
að finna í Hagskinnu, en Gunnar telur að þar komi fram „óvæntar sveiflur“
og jafnvel „skekkjur“ og því sé ástæða til að gera nýjar áætlanir um mannafla
í sjávarútvegi. Hann nefnir að í tölunum um vinnuafl (virka í atvinnulífi)
árið 1870 lækki hlutfall vinnuafls í sjávarútvegi, en eins og tekið er fram í
Hagskinnu stafar það af því að fiskverkunarfólk er þá fært undir iðnað en
ekki sjávarútveg eins og áður. Honum kemur einnig á óvart mikil fjölgun
fólks í sjávarútvegi á níunda áratug aldarinnar (um 43% fjölgun) og rekur
það til breyttra flokkunaraðferða. Ég veit ekki til þess að aðferðirnar breytist
að neinu ráði milli manntala 1880 og 1890, en nærtækari skýring á þessari
miklu fjölgun er sú að manntölin sýni raunverulegar breytingar á atvinnu-
skiptingu landsmanna á þessum erfiða áratug. Fólksstraumurinn lá úr sveitum
til Ameríku og síðan í vaxandi mæli til sjóþorpanna þar sem mesta at-
vinnusköpunin var á þessum tíma.
Áætlun Gunnars um hlutdeild fiskveiða í atvinnulífi, þ.e. hlutdeild þeirra
í vinnuaflinu, byggist í fyrsta lagi á því að meta fjölda skipverja út frá fjölda
og stærð báta. Svipuð áætlun um tölu „skiprúma“ 1770–1898 er birt í Hagskinnu
(tafla 5.2), þar sem notast er við aðferð Fiskiskýrslna Hagstofunnar. Þessi
útreikningur er ekki án annmarka, eins og Gunnar bendir á, þar sem fjöldi
skiprúma sýnir aðeins hve margir voru undir árum en ekki fjölda manna í
áhöfn. Þar þurfi að bæta við „yfirskipsmönnum“, þ.e. þeim sem rúmuðust
ekki undir árum hverju sinni (bls. 31). Af fjöldamörgum vitnisburðum úr Ís-
lenskum sjávarháttum Lúðvíks kristjánssonar fær Gunnar það út að tala báts-
verja sé 49% hærri en áratalan. Þetta kemur að vísu ekki heim við mikilvægar
heimildir, þá helst bátatalið 1770, sem er eina báta- og skipverjatalið á lands-
vísu þar til Fiskskýrslur hefjast 1897. Þar er tala bátsverja aðeins 10% hærri
en áratalan. en hlutfallið úr Íslenskum sjávarháttum er augljóslega alltof hátt,
því það þýddi að skipverjar hafi verið miklu fleiri en allir karlmenn á aldr-
inum 15–64 ára (bls. 33).
Gunnar skýrir muninn á vitnisburðum Lúðvíks og bátatalinu 1770 með
því að „í bátatalinu er talinn sem einn maður sjómaður sem reri t.d. á áttær-
ingi á vetrarvertíð en fjögurra manna fari á vorvertíð“ (bls. 34). Til þess að
leiðrétta þetta lækkar Gunnar áratöluna um 20% og tölu yfirskipsmanna um
10% (stuðulinn er 1,35 í stað 1,5), þótt ekki sé ljóst á hverju hann byggir þessa
lækkun. en niðurstaðan verður sú að áætlunin um fjölda bátsverja er 8–9%
hærri en skiprúmatalan í Hagskinnu. Hér verður einnig að bæta við sjó-
mönnum á þilskipum og notar Gunnar tölur Hagskinnu um fjölda skipa, en
ekki áhöfn, sem til eru frá og með 1898 og fengnar eru með ítarlegri athugun
á frumheimildum. Það kemur þó ekki að sök því Gunnar fer mjög nálægt
tölum Hagskinnu, telur 15 í áhöfn 1870–1900 og skeikar þar aðeins einum til
eða frá miðað við Hagskinnutölur um aldamótin.
ritdómar 207
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 207