Saga - 2009, Side 209
Ingunn Ásdísardóttir. FRIGG oG FReyJA. kVeNLeG GoÐMÖGN Í
HeIÐNUM SIÐ. Hið íslenska bókmenntafélag/ReykjavíkurAkademían.
Íslensk menning 4. Reykjavík 2007. 350 bls. Myndir, kort, ritsýni og
töflur. Nafna- og atriðisorðaskrá.
endurskoðun Ingunnar Ásdísardóttur á uppruna og hlutverki tveggja helstu
gyðja norrænnar goðafræði er mikilvægt framlag til fræðilegrar umræðu um
kvenleg goðmögn á Norðurlöndum. Bókin er upprunnin í ritgerð til meist-
araprófs og ber þess enn nokkur merki í umfjöllun sem er yfirgripsmikil en
hættir jafnframt stundum til endurtekninga. Í rannsókn sinni tekst Ingunn
á við umdeilda spurningu: eru Frigg og Freyja birtingarmyndir hinnar æðstu
gyðju (e. The Great Goddess)? Fornleifafræðingurinn Marija Gimbutas skil-
greindi þessa almáttugu veru sem mesta goðmagn evrópu til forna (u.þ.b.
6000–3500 fyrir krist) á landsvæðinu kringum Svartahaf fyrir innrás indó-
evrópskra ættbálka. Margir fræðimenn hafa fært rök fyrir því að þetta goðmagn
hafi verið upphafið að átrúnaði á helstu gyðjur Austurlanda nær til forna,
Grikklands og Rómaveldis en síðan borist norður og vestur á bóginn með
keltum og germönskum þjóðarbrotum og hlotið ný nöfn á þessum fjarlægu
slóðum. en skyldi annar kostur, sá sem Ingunn setur fram, vera mögulegur,
þ.e. að Frigg og Freyja séu tvær aðskildar gyðjur, með sína söguna hvor, sem
skipta á milli sín þeim mörgu ólíku hlutverkum sem venjulega einkenna
kvenleg goðmögn? Ingunn svarar í bók sinni skrifum fræðimannanna Britt-
Mari Näsström og Hildu ellis Davidson, sem hafa verið helstu talsmenn
kenningarinnar um eina æðstu gyðju á Norðurlöndum, og færir sannfær-
andi rök fyrir því að Frigg og Freyja séu ekki einungis birtingarmyndir eins
kvenlegs goðmagns sem nær yfir mjög vítt svið.
Bókin hefst með rækilegu rannsóknayfirliti yfir norræna goðafræði al-
mennt og því næst kemur styttri umfjöllun um fræðilegar rannsóknir á nor-
rænum gyðjum. Fyrri fræðimenn álitu gyðjurnar oft aðeins hjálparhellur
guðanna í hlutverki þeirra sem eiginkonur og mæður. eins og skynsamlegt
virðist, bendir Ingunn á að erfitt sé að gera ráð fyrir einu heildstæðu trúarkerfi
á Norðurlöndum til forna og minnir lesandann tíðum á að heimildir eru
brotakenndar. Margar þeirra hafa týnst og margar hafa líklega verið menn-
ingarafurðir einungis einnar stéttar, sennilega hirðar eða yfirstéttar, en helgi -
siðir og átrúnaður var líklega breytilegur eftir landsvæðum og þróaðist í ald-
anna rás. Höfundur gagnrýnir kenninguna um æðstu gyðjuna harðlega og telur
það mikla einföldun að eigna einu goðmagni öll svið átrúnaðar: frjósemi og
líf, örlög og dauða, vald yfir náttúrunni og ýmsar hliðar menningarinnar —
sem dæmi má nefna náin tengsl Freyju við gersemar, einkum Brísingamen.
Ingunn heldur því fram að það væri fáránlegt að eigna einum „æðsta guði“
sama fjölda eiginleika enda hafi enginn, ekki einu sinni neinn fylgismanna gyðju-
kenningarinnar, varpað fram þeirri hugmynd að „sonur-elskuhugi“-guðinn
(e. Son-Lover deity) hafi sameinað öll möguleg hlutverk karlkynsgoðmagns.
ritdómar 209
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 209