Saga - 2009, Page 211
inn má nefna að hlutverk Gefjunar í Gylfaginningu, þar sem hún stelur
landsvæði, tengir hana hvorki við Frigg né Freyju – það er sennilega væn-
legra að líta á hana sem sérstæða gyðju ef miðað er við röksemdafærslu bókar -
innar í víðara samhengi.
kenning Ingunnar um mismunandi uppruna og ólík hlutverk gyðjanna
byggist á þeirri skoðun að hin nafnlausa gyðja sem dýrkuð var á Norðurlöndum
á járnöld og réð yfir frjósemi og dauða, grundvallarþáttum í bændamenn-
ingu sunnanverðrar Skandinavíu, hafi þróast í Freyju. Hún heldur því fram
að þessi gyðja hafi á víkingatímanum fengið einkenni frá Sömum í norðri
(t.d. seið og einkenni í ætt við sjamana) og síðan hlotið titilinn Freyja, þ.e.
„frú“, frekar en að það hafi verið sérnafn. ef til vill var nafn gyðjunnar sem
dýrkuð var fyrir tilkomu Friggjar of heilagt til að taka sér í munn og þessi
titill því notaður í staðinn. Hins vegar er erfitt að gera sér grein fyrir ástæðum
þess að Ingunn telur að nafnið hafi borist til Skandinavíu frá Bretlandseyjum,
því litlar heimildir eru fyrir því í fornensku. Frigg var helsta lækningagyðjan
og gyðja kynferðislegrar ástar á suðurgermönskum svæðum; þegar — eða
ef — hún kom til Norðurlanda á þjóðflutningatímanum, færðust mjög fá
hlutverk Freyju til hennar. Báðar gyðjurnar hljóta hins vegar að hafa misst
marga áhangendur, einkum hefðarmenn, yfir til Óðins og Þórs ef marka má
örnefni, mannanöfn og ritaðar heimildir. Jafnvel þótt tilgátan um mismunandi
uppruna, þ.e. að Frigg sé af indóevrópskum uppruna en Freyja ekki, sé röng,
þá er hún að mínu mati líklegri en hin; tilgátuna um hina æðstu gyðju skortir
skýringarmátt. Þrátt fyrir endurtekningar og nokkurn skort á gagnrýnu
viðhorfi til heimilda frá germönskum menningarheimum sem dreifðir eru
bæði í tíma og rúmi, þá vekur bókin Frigg og Freyja lesandann til umhugs-
unar og er sannfærandi framlag til fræðilegrar umræðu um efnið.
Carolyne Larrington
Þýðing: Jóhanna Katrín Friðriksdóttir
SkRIÐUkLAUSTUR: eVRÓPSkT MIÐALDAkLAUSTUR Í FLJÓTSDAL
— GReINASAFN. Fræðirit Gunnarsstofnunar 1. Ritstj. Hrafnkell Lárusson
og Steinunn kristjánsdóttir. Gunnarsstofnun. Skriðuklaustur 2008. 155
bls. Myndir og töflur.
Fé úr kristnihátíðarsjóði á árunum 2001–2005 varð mikil lyftistöng forn-
leifarannsókna hér á landi, einkum á kirkjulegum sögustöðum. Var þetta
fagnaðarefni þar sem fornleifagröftur og -rannsóknir leggja til mikilvægt
efni m.a. til kirkjusögulegra rannsókna og eru ómetanlegar til að fylla upp í
þá mynd sem við höfum af ýmsum þáttum þeirrar sögu. er þar t.d. átt við elstu
ritdómar 211
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 211