Saga - 2009, Page 213
tilhneigingar verið sterkari og möguleiki til stöðlunar meiri en á hinu „nú tíma -
lega“ skeiði. Því verður að ætla að staðbundnar aðstæður hafi vegið þyngra
fyrr á tíð þegar allt eftirlit var takmarkaðra. Í sögulegum rannsóknum er því
mikilvægt að hafa auga bæði fyrir hinu sameiginlega og því stað- eða tíma-
bundna og nota hvort tveggja til að fá sem raunhæfasta mynd af viðfangsefninu.
Í riti því sem hér liggur fyrir kemur hin nýja áhersla fram í því að höf-
undum „var gert að rekja sig frá almennum upplýsingum um kaþólsk miðalda-
klaustur og til sértækra atriða sem rannsóknin á Skriðuklaustri hefur leitt í ljós“
(10). Flestir höfundanna hafa farið að þessum fyrirmælum þótt þau endurspeglist
ekki alltaf í byggingu greinanna, enda eiga þau e.t.v. misvel við hin ýmsu
viðfangsefni. Gott hefði verið að ræða og rökstyðja aðferðafræðina örlítið
nánar í inngangskafla. Þau Steinunn kristjánsdóttir, forstöðumaður forn-
leifarannsóknarinnar, og Jón Ólafur Ísberg, sem fjallar um lækningar í klaustr-
inu, drepa þó á þennan þátt hvort á sinn hátt (bls. 24–26 og 127–129).
Segja má að í ritgerðunum 14 sem rit Gunnarsstofnunar geymir sé komið
inn á flest svið í sögu og starfi Skriðuklausturs og erfitt sé að benda á áber-
andi eyðu í þeirri vissulega brotakenndu mynd sem dregin er upp. Þá eru
skaranir ekki til skaða, þótt eðlilega sé komið inn á sama efni í fleiri en einni
grein. Í þessu sambandi má benda á greinar kristjáns Vals Ingólfssonar um
daglegt líf í klaustri, sem fjallar mest um bænalíf þar, og Smára Ólasonar um
tíðasögn í klaustrum á Íslandi. Hitt er annað mál að ógerningur virðist að
sjá eftir hvaða aðferð ritstjórar hafa raðað greinunum. Afleiðingin er sú að
lesandinn kastast á stundum milli alls óskyldra viðfangsefna. Röklegt sam-
hengi skortir því í bókina og myndin af Skriðuklaustri verður ruglingslegri
en þyrfti að vera. Flestar ritgerðirnar eru læsilegar og fjalla um vel skilgreind
viðfangsefni sem fram koma í titlum þeirra. Nokkur misbrestur er þó á þessu.
Grein kristjáns Vals stendur tæpast undir því að gefa innsýn í daglegt klaustur -
líf, að bænalífinu frátöldu. Þá er fráleitt að grein Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur
fjalli um samfélagshlutverk Skriðuklausturs. Ýmsum þáttum þess eru því
betri skil gerð í ýmsum öðrum ritgerðum. Má þar nefna greinar Þóris Stephensen
um próventuna og skólahaldið og Jóns Ólafs um lækningarnar.
Flestar greinarnar eru áhugaverðar. Greinargerð Steinunnar kristjánsdóttur
fyrir fornleifauppgreftrinum fram til þessa markar til að mynda merk þátta-
skil. Þótt uppgreftrinum sé fráleitt lokið, er þegar komin haldgóð vitneskja um
að klaustrið hafi verið starfrækt í sérstakri byggingu eða fremur byggingum
sem reistar hafi verið eftir sama grunnformi og klaustur í evrópu, en það
einkennist af ferningslaga þyrpingu vistarvera er byggðar voru ásamt klaust-
urkirkju kringum klausturgarð með brunni (bls. 26–27). Þegar virðist því
vera komin fullgild ástæða til að gera upp við „stórbýliskenninguna“ sem
vikið var að hér að framan. Þá gefur grein Gunnars Bjarnasonar áhugaverða
vísbendingu um gerð þeirra bygginga sem stóðu á þessum evrópska grunni.
Þær hafa verið næsta íslenskar, með burðarvirki af stafverksgerð úr rekavið
og innfluttu timbri en veggi og þak af torfi og grjóti. kynlegt er hversu langt
ritdómar 213
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 213