Saga - 2009, Page 215
Gunnar Þór Bjarnason, ÓVÆNT ÁFALL eÐA FyRIRSJÁANLeG
TÍMAMÓT. BRoTTFÖR BANDARÍkJAHeRS FRÁ ÍSLANDI. AÐDRAG-
ANDI oG VIÐBRÖGÐ. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2008. 168 bls.
Í bókinni, sem byggð er á MA-ritgerð höfundar í alþjóðasamskiptum við
Háskóla Íslands, er fjallað um aðdraganda þess að Bandaríkjamenn hurfu
með herlið sitt frá Íslandi árið 2006 og viðbrögð íslenskra stjórnvalda. Gunnar
Þór Bjarnason túlkar einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að leggja
niður herstöðina á Miðnesheiði sem áfall fyrir íslensk stjórnvöld sem hafi
verið illa undir hana búin. Til að færa rök fyrir þeirri túlkun sinni styðst hann
einkum við rannsóknaraðferðir sem þróaðar hafa verið í „áfallastjórnun“
(e. conflict management) hjá CRISMART-rannsóknasetrinu í Stokkhólmi.
Bókinni er skipt í fimm kafla. Í upphafi er fjallað almennt um stefnu Ís-
lands í öryggismálum í kalda stríðinu og eftir að því lauk, auk þess sem
ræddar eru þær breytingar sem urðu á hernaðarstöðu Íslands eftir að Sovétríkin
leystust upp. Síðan eru greindar stjórnmála- og hernaðarástæður þess að
Bandaríkjastjórn dró verulega úr hernaðarumsvifum sínum á Íslandi á 10.
áratug 20. aldar og ákvað að leggja niður herstöðina árið 2006 í samræmi við
breytta hermálastefnu eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og stríðin
í Afganistan og Írak. eins og vikið er að með gagnrýnum hætti í ritinu, vildu
íslensk stjórnvöld viðhalda óbreyttu ástandi í öryggismálum eftir lok kalda
stríðsins, þótt þau áttuðu sig vitaskuld á þverrandi hernaðaráhuga
Bandaríkjamanna á landinu. Þá er sjónum beint að viðbrögðum stjórnvalda
við brottför Bandaríkjahers, eins og varnarsamkomulaginu við Bandaríkin
sem gert var áður en síðustu hermennirnir hurfu héðan, öryggissamstarfi
við grannríki, loftrýmisgæslu NATo og innlendum stofnanabreytingum í
öryggis- og varnarmálum. Loks er dreginn „lærdómur af áfallinu“ með því
að fjalla um samningatækni og „aukna ábyrgð íslenskra stjórnvalda á ör-
yggismálum“. Greiningunni lýkur um mitt sumar 2008, eða stuttu eftir að
Varnarmálastofnun var komið á fót með sérstökum lögum og ný lög um al-
mannavarnir voru sett.
Bók Gunnars er vel skrifuð og upp byggð. Þótt megináherslan sé á þróun
íslenskra öryggismála frá árinu 2006, spannar hún allt tímabilið frá lokum
kalda stríðsins. Reyndar kemur ekki margt nýtt fram í fyrri hluta bókarinnar
um aðdragandann að brottför Bandaríkjahers, enda styðst Gunnar þar að
mestu við rannsóknir annarra. en síðari hlutinn um viðbrögð íslenskra stjórn-
valda er upplýsandi. Hann tekur ekki aðeins til stefnumörkunar og stofnana -
þróunar heldur einnig til viðhorfa fræðimanna, stjórnmálamanna, embættis -
manna, ritstjóra og fréttamanna sem látið hafa öryggismál til sín taka. Gunnar
hefur góða þekkingu á málaflokknum og hefur kynnt sér flestar opinberar
heimildir um efnið á Íslandi. Þá hefur hann tekið viðtöl við íslenska stjórn-
málamenn og embættismenn, sem auka heimildagildið enda þótt hann hefði
mátt túlka þau á gagnrýnni hátt. Hann hefði einnig mátt ræða við erlenda
ritdómar 215
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 215