Saga - 2009, Blaðsíða 224
hóp fagmanna. Í Anda Reykjavíkur tekst höfundi að reiða fram margslungið
og flókið viðfangsefni á lifandi hátt. Bókin er handhægt og aðgengilegt rit
um mótunarsögu borgarinnar sem er sett fram í alþjóðlegu samhengi. Andi
Reykjavíkur er jafnframt hvort tveggja í senn: metnaðarfullt og þarft innlegg
í umræðuna um miðborg Reykjavíkur. Vonandi fylgja fleiri slík rit í kjölfarið.
Anna María Bogadóttir
Sigrún Sigurðardóttir, AFTURGÖNGUR oG AFSkIPTI AF SANN-
LeIkANUM. Þjóðminjasafn Íslands. Reykjavík 2009. 196 bls. Myndir
og útdráttur á ensku.
Afturgöngur og afskipti af sannleikanum er metnaðarfullt og löngu tímabært
verk á íslensku þar sem gerð er tilraun til þess að notfæra sér samtímaljósmyndina
sem „menningarlegt greiningartæki“, eins og segir í inngangi. Bókin er
þverfræðileg umfjöllun þar sem fléttuð eru saman brot úr lífi höfundar, kenn-
ingar heimspekinga, listfræðinga og bókmenntafræðinga, sem og söguspeki
íslenskra sagnfræðinga. Verkið sker sig úr öðrum tilraunum í svipuðum anda,
svo sem bók Sigurðar Gylfa Magnússonar Snöggir blettir (2004) og Matthíasar
Viðars Sæmundssonar Myndir á sandi: Greinar um bókmenntir og menningar-
ástand (1991) þar sem hér er gerð ítarlegri tilraun til að nota ljósmyndina sem
upphafspunkt til greiningar. Til umfjöllunar eru ljósmyndir eftir eldri höf-
unda úr Ljósmyndasafni Íslands, ljósmyndir eftir núlifandi ljósmyndara og
ljósmyndir úr persónulegri eigu höfundar bókarinnar. Bókinni er skipt upp
í sex kafla, sem hver um sig kynnir til sögunnar kenningarlegar nálganir sem
hægt er að beita á ljósmyndir og hin mörgu form hennar. Sigrún fer þá leið
í upphafskafla bókarinnar að grafa undan rótgrónum skilningi á forminu
sem vandamálalausri birtingu á fortíðinni með því að benda á hvernig þeir
sem fjalla um ljósmyndina gera hana alltaf að samtímalegu viðfangsefni.
Með því að tengja umfjöllun við tilvistarlega þætti eins og hugmyndina um
ódauðleika, angist, „svefn“, vald og kveðjustundir teflir Sigrún ljósmynd-
inni hins vegar fram sem viðfangsefni togstreitu og átaka meðal einstaklinga
og samfélagsstofnana.
Í öðrum kafla bókarinnar, „Stund hættunnar“, segir frá kenningum
fræðimanna sem fjallað hafa um ljósmyndir. Þetta eru þeir Walter Benjamin,
Roland Barthes, Susan Sontag, John Tagg og Jacques Derrida. Hér kynnir
Sigrún til sögunnar „ljósmyndafræði í anda nýraunsæis“ sem rekja má til
áhrifa frá Michel Foucault og söguspeki hans sem nefnd hefur verið „effec-
tive history“. Sigrún leggur áherslu á að það þurfi að skrifa „sögu“ ljósmynda
með þeim formerkjum að um sé að ræða afsprengi „menningar“ og þeirra
margræðu þátta sem mynda slíkt kerfi. „Sögu“ ljósmynda á því ekki ein-
ritdómar224
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 224