Saga - 2009, Page 227
Árni Daníel Júlíusson, FRÆÐIMeNN Í FLÆÐARMÁLI. 10 ÁRA AF-
MÆLISRIT ReykJAVÍkURAkADeMÍUNNAR. Ritstjórn: Clarence e.
Glad, Sigurður Gylfi Magnússon, Viðar Hreinsson. ReykjavíkurAkademían.
Reykjavík 2009. 115 blaðsíður. Myndir og nafnaskrá.
Lengi hefur verið til hópur íslenskra fræðimanna sem hafa lifað árum saman
án þess að gegna nokkurri fastri stöðu. Á 19. öld og talsvert fram yfir alda-
mót áttu þeir líklega flestir heima í kaupmannahöfn og voru margir að veru-
legu leyti á framfæri Hins íslenska bókmenntafélags, sem hlýtur aftur að hafa
sótt féð í opinbera sjóði. Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur lifði síðustu 26 ár
sín á landsjóðsstyrk til að skrifa sögu Íslands. Þorvaldur Thoroddsen jarðfræðingur,
líklega allra afkastamesti fræðimaður okkar í náttúrufræði og sagnfræði, lauk
ferli sínum líka á 26 embættislausum árum í kaupmannahöfn. Á 20. öld flutt-
ist þessi sjálfstætt starfandi fræðimannahópur smám saman til Reykjavíkur. Þegar
ég man fyrst eftir, upp úr 1960, var til dæmis Lúðvík kristjánsson í honum,
einnig um skeið Hörður Ágústsson sem sat löngum stundum á Þjóðskjalasafni.
Á minni tíð í þessum hópi, upp úr 1970, stunduðum við vinnu okkar
heima eða á bókasöfnum og komumst stundum í auð sæti í handritadeild
Landsbókasafns eða á lestrarsal Árnastofnunar. Á níunda áratugnum fór það
svo að tíðkast mikið að þess konar fólk leigði sér vinnuherbergi úti í bæ. Það
hefur að vissu leyti verið framför en óhjákvæmilega skapað hættu á fræðilegri
og félagslegri einangrun. Því var það mikið framfaraspor þegar þessu fólki
datt í hug að finna sér sameiginlegan samastað þar sem það mundi hittast
daglega og gæti samnýtt ýmiss konar þjónustu. Þetta var ReykjavíkurAkademían,
eins og frumkvöðlarnir kusu að rita nafnið á sinn frumlega hátt.
Það var Akademíunni síðan sérstakt happ að finna húsnæði í húsi Jóns
Loftssonar við Hringbrautarendann. Þar var í boði einstakt útsýni, svo að
gleður huga manns óhjákvæmilega í þokkalega björtu veðri, miklir útþenslu-
möguleikar í húsinu og þægileg nálægð við Þjóðarbókhlöðu og Háskóla Ís-
lands þar sem margir Akademónar (eins og þeir kalla sig stundum) sækja
vinnu við stundakennslu eða leiðsögn við doktorsverkefni.
Sagan af þessu ágæta framtaki er sögð í bók Árna Daníels Júlíussonar.
Bókin ber glögg merki um fögnuð yfir vel unnu verki — enda var höfundur
með í fyrirtækinu frá upphafi. Þar kemur líka í ljós að sífellt hefur verið sótt
á að gera Akademíuna að einhverju öðru og meira en húsfélagi fræðimanna,
eins og framkvæmdastjóri hennar kallaði hana árið 2008 (bls. 99–100), út-
vega henni verkefni og jafnvel breyta henni í háskóla með nemendum og
kennurum. Þótt aldrei væri tekist alvarlega á við þetta síðasttalda létu
Akademónar sér detta margt í hug. Þeir héldu ráðstefnur, efndu til þver-
faglegra rannsóknarverkefna, gengust fyrir listsýningum. Allt hefur þetta
gert tilveruna á Hringbraut 121 talsvert innihaldsríkari en ella, og kann það
að vera nauðsynlegt á þess konar vinnustað. Að minnsta kosti hlýtur það að
vera afar freistandi þar sem margt og framtakssamt fólk er komið saman.
ritdómar 227
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 227