Saga - 2009, Page 228
ef við lítum á bókina sem sjálfsævisögu ReykjavíkurAkademíunnar, sem
hlýtur að vera réttmætt ekki bara vegna höfundarins heldur af því að
Akademían er útgefandi, má segja að hún sé dálítið sjálfhælin. Þar er sögð
vera „öflug málstofu- og ráðstefnustarfsemi“, „útgáfustarf er öflugt og starf
að styrkjaöflun er mikið og vel skipulagt“ (bls. 18). Viðar Hreinsson tók for-
ystu í einu af verkefnum Akademíunnar „og reyndist ótrúlega duglegur og
útsjónarsamur“ og starfsemi verkefnisins var „ótrúlega árangursrík“ (bls.
32). Ásdís Thoroddsen stýrði bókasafni „af miklum myndarskap og krafti“
(bls. 41). Akademían „var eitt af því jákvæðasta sem lengi hafði gerst í ís-
lenska fræðasamfélaginu“ (bls. 48). eitt sinn „virtist hætta á að RA yfirtæki
allar rannsóknir í hug- og félagsvísindum“ (bls. 49). Átak til að afla stuðnings
„bar frábæran árangur“ (bls. 67). Tíu ára afmælishátíð „var afar ánægjuleg“
(bls. 70). „Mikil ánægja ríkir“ með stofnun styrktarsjóðs 2007 (bls. 72). Sýning
með heitinu List og fræði var „að flestra mati afar vel heppnuð“ (bls. 76).
Stofnfélagar Akademíunnar voru „meðal fremstu manna í fræðasamfélag-
inu á sviði hug- og félagsvísinda, ungir og ferskir“ (bls. 98). engin þessara
ummæla kann ég að vefengja, en kannski vantar svolítið á að höfundur gæti
„akademískrar auðmýktar“ eins og hann kallar eftir í lok máls síns (bls. 101).
Vissulega er það ekkert sérkenni Akademóna að skrifa svona. Mig minnir
að eitt sinn nýlega hafi verið reynt að kenna okkur gömlu jálkunum í Háskóla
Íslands að gera það og setja helst „framúrskarandi“ inn í hverja málsgrein
sem fjallaði um starf okkar. en nú á árinu 2009 er slíkt farið að orka svolítið
gamaldags. Mig minnir það þó einna helst á tækifærisræður gamalla ung-
mennafélaga eftir að þeir voru hættir að vera ungir sjálfir. Á hetjusögunni
sem hér er sögð er hnykkt með fjölda mynda af forystumönnum félags-
skaparins og mörgum af sumum. Sigurður Gylfi Magnússon kemur víða við
þessa sögu og vafalaust maklega, en hann birtist líka á fimm myndum, ýmist
einn eða með öðrum (bls. 21, 26, 27, 29 og 37).
eina alvarlega tilraun gerir höfundur til að sýna fram á „að í RA hafi
starfað ígildi mjög virkrar háskóladeildar í hug- og félagsvísindum“ (bls.
13). Hann notar til þess skýrslu Akademíunnar um árin 2003 og 2004, þegar
þar unnu 93 menn um miðbik tímabilsins. Af þeim skiluðu 35 upplýsingum
um verk sín í skýrsluna. Þeir höfðu sent frá sér 22 bækur og skrifað 115
ritrýndar fræðigreinar, auk álíka margra greina í alþýðlegri tímarit eða á vef-
setur. Til samanburðar vitnar Árni Daníel til nýlegrar skýrslu frá Ríkisendur -
skoðun þar sem segir að „birt greinarígildi“ á hvert stöðugildi í tilteknum
átta háskólum, útlendum og innlendum, leiki á bilinu 0,7–2,7. Höfundur
reiknar út að framleiðsla Akademónanna 35 jafnist að minnsta kosti á við
2,7 greinarígildi á ári, eða það sem gerist best í háskólum. Höfundur hefur
auðvitað tekið eftir því að einhver kynni að ætlast til þess að afköst Akademíu -
fólks væru reiknuð miðað við alla 93, eða eitthvað í þá áttina, því að ætla má
að þeir sem skiluðu skýrslu hafi verið talsvert afkastameiri en hinir sem
gerðu það ekki. Þess vegna tekur höfundur fram að margir þeirra sem skiluðu
ritdómar228
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 228