Saga - 2009, Page 238
væntanlega einhverjum fyrirmælum, trúlega frá biskupi, um hvar grafreitir
mættu vera og hvar ekki. Hinn mikli fjöldi ungbarnabeina vekur athygli;
þau komu t.d. furðufá í ljós við uppgröft í kirkjugarðinum á Skeljastöðum í
Þjórsárdal.
Í Reykholti reis líka lítil timburkirkja, um 4,5 x 3 m að innanmáli (13,5
fermetrar). Guðrún Sveinbjarnardóttir skýrir frá henni í grein sinni, „kirkjur
Reykholts — byggingasaga“. Í greininni segir Guðrún að kirkjan í elstu gerð
sé frá 11. öld. Þrjár gerðir voru síðan reistar á sama stað; önnur gerðin stóð á
12. og 13. öld og hafði þá verið bætt við kór og skipið lengt. Heildarlengd
kirkjunnar var um 12,6 m og var þetta líklega stafkirkja. Þriðja gerðin, frá
13. öld, var timburkirkja sem hafði mun breiðari kór og jafnframt mun skipið
hafa verið nokkru lengra en óvíst hverju munaði. Fjórða gerðin kom svo á
16. öld og stóð til 1886 og voru þá engin skil sjáanleg milli kórs og skips,
kirkjan ferhyrnd með hlífðarveggjum úr torfi og grjóti. Stærðarmunur fyrstu
og annarrar gerðar er mikill og óhætt að segja að miðaldakirkjurnar í Reykholti,
önnur og þriðja gerð, hafi verið „óvenjulegar og hátimbraðar. Það hefur sómt
vel stórbýlinu og kirkjumiðstöðinni sem þar var“, skrifar Guðrún. Hún segir
enn fremur að einstakt sé hérlendis að geta rakið þróun kirkjubygginga á
sama stað á þennan hátt frá upphafi kristni og fram á seinni hluta 19. aldar.
Guðrún vísar til rannsókna á mörgum öðrum kirkjum til samanburðar og
er það gagnlegt.
Í fyrstu og annarri gerð kirknanna í Reykholti hafa verið kjallarar, undir
annarri gerð hefur vel mátt athafna sig. Þarna fundust þó ekki grafir og
vaknar þá sú spurning hvernig þetta rými hefur verið notað. Vitað er að mat-
væli voru geymd í kirkjunni í Stafholti árið 1236 og er hugsanlegt að mat
hafi mátt geyma í slíkum kjallara og annað sem skyldi kannski njóta kirkju-
legrar verndar.
Þeir kristján Mímisson og Bjarni F. einarsson eiga hér greinina „„ora
et labora“. efnisveruleiki klausturlífs á kirkjubæjarklaustri“. Þarna veita
þeir m.a. yfirlit yfir forvitnilegt efni, skoðanamun um það hvernig klaustur -
húsum á Íslandi muni hafa verið skipað. Sömdu Íslendingar sig að al-
mennum erlendum sið og létu klausturhúsin mynda ferhyrndan garð eða höfðu
þeir sérskipan? Fyrrum var því haldið fram að ekki hefði verið munur á
húsaskipan almennt á klaustrum og öðrum stórbýlum. Steinunn kristjánsdóttir
telur sig hins vegar hafa leitt í ljóst að húsin á Skriðuklaustri hafi myndað
klausturgarð. Þeir kristján og Bjarni telja líka að klaustrið í kirkjubæ hafi
myndað slíkan garð en að vísu hafa þeir aðeins grafið upp mjög lítinn hluta
hinna ætluðu klausturhúsa. Þeir fjalla annars einkum um það að í reglu
Benedikts, sem gilti í kirkjubæ, hafi verið lagt mest upp úr að iðja og biðja.
Þeir benda á að almennt sé gert ráð fyrir að nunnurnar í kirkjubæ hafi verið
miklar hannyrðakonur og telja sig hafa fundið vefstofu klaustursins og
segja að bænagjörð og hannyrðir hafi runnið saman í eitt enda vinnan haft
trúar gildi.
ritdómar238
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:45 Page 238