Saga - 2009, Qupperneq 239
Þetta eru hnýsilegar ályktanir. Heimild um hannyrðir í kirkjubæ er einkum
Nýi annáll þar sem segir við árið 1405 um Vilkin Skálholtsbiskup: „lét hann
gera í kirkjubæ, og lagði sjálfur allan kostnað til, sæmilega refla kringum alla
stórustofuna, svo engir voru fyr jafnreisugir, og gaf þá kirkjunni“ (Annálar1400–1800,
I, 13). Reflarnir munu ekki hafa átt að vera í kirkjuhúsinu í Skálholti og ekki
kemur fram að nunnurnar hafi gert þá. Þeir kristján og Bjarni benda ekki á
það, sem Pétur Gunnarsson tekur upp í sinni grein, að nunnurnar í kirkjubæ
kunnu samkvæmt sömu heimild lítið til að mjólka enda aldrei sinnt slíku starfi
fyrr en þær neyddust til þess vegna falls vinnuhjúa í plágunni miklu, 1403.
Nunnurnar voru jafnan úr efstu stigum samfélagsins og munu lítt hafa stundað
líkamlegt erfiði á 15. öld, og eins líklegt að vinnukonur hafi ofið reflana en
kannski að forsögn abbadísar og annarra systra. Á þetta er aðeins bent sem
annan skýringarkost en verður kannski ekki vitað fyrir víst.
Grein Steinunnar kristjánsdóttur nefnist, „kanúkaklaustrið að Skriðu í
Fljótsdal — heimsmynd kaþólskrar kirkju í íslenskum dal“. Henni er í mun
að draga fram að alþjóðleg, kaþólsk hugmyndafræði birtist í húsunum sem
heyrðu til Skriðuklaustri og talar líka um kaþólska heimsmynd í þessu sam-
bandi. Uppgröfturinn er orðinn umfangsmikill enda þarf ekki að grafa djúpt,
eins og í kirkjubæ, og klausturhúsum hefur ekki verið spillt með yngri bygg-
ingum nema hvað kirkja var endurreist. er fróðlegt að kynnast hugmyndum
um hvernig hús þau sem þegar hafa verið grafin upp voru notuð, en að vísu
fylgir ekki mikil röksemdafærsla enda greinin aðeins stutt yfirlit.
eitt herbergjanna (húsanna) telst hafa verið sjúkrastofa og uppgrafin bein
sýna að á klaustrinu hafa dáið margir einstaklingar sem þjáðust vegna áverka,
skorts og sjúkdóma. Steinunn telur þetta benda til „að spítali af einhverju
tagi hafi verið rekinn í klaustrinu“. Var þetta hæli þar sem mátti líkna fólki eða
var þetta sjúkrahús þar sem stefnt var að lækningum? Fundist hafa við upp-
gröftinn áhöld sem benda til lækninga og frjókornagreining bendir til að
ræktaðar hafi verið lækningajurtir á staðnum. Þetta er fjarska forvitnilegt.
Lokagreinin, eftir Graham Langford, Halldóru Ásgeirsdóttur og Nathalie
Jacqueminet nefnist „Forvarsla jarðfundinna gripa“ og er gott yfirlit um mikil -
vægi forvörslu og ólík viðfangsefni innan þessarar greinar.
Ritið er gagnlegt sem yfirlitsrit og veitir vitneskju um mikinn árangur
fornleifafræðinga á undanförnum árum. ekkert er sparað í frágangi bókarinnar,
mikið um litprentaðar myndir og uppdrætti og hönnun Sigrúnar Sigvalda -
dóttur er góð. Bókin er fengur, bæði fyrir áhugasaman almenning og fræðimenn,
en þeir vildu sjálfsagt flestir fá að vita meira um margt. Það er þó kannski
oft snúið því að rannsóknum og úrvinnslu á sumum atriðum var ekki lokið
þegar bókin kom út. en líklega er snjallt að kynna rannsóknir sem enn eru í
gangi; það getur örvað til umræðna og kallað fram gagnlegar ábendingar og
skýringar sem nýst geta í skrifum að starfi loknu.
Ritstjórar, Guðmundur Ólafsson og Steinunn kristjánsdóttir, virðast hafa
unnið gott starf. Grein Steinunnar er vel tengd við aðrar greinar í verkinu
ritdómar 239
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:45 Page 239