Saga - 2009, Blaðsíða 241
AF AÐALFUNDI SÖGUFÉLAGS 2 0 0 9
Aðalfundur Sögufélags var haldinn laugardaginn 24. október 2009 í húsnæði
félagsins að Fischersundi 3 og hófst hann kl. 15:00. Forseti félagsins setti fund
og skipaði Ragnheiði kristjánsdóttur fundarstjóra. Súsanna Margrét Gestsdóttir
var skipuð fundarritari. Síðan flutti forseti skýrslu stjórnar.
Frá því að síðasti aðalfundur var haldinn, 18. október 2008, er kunnugt um
að eftirtaldir félagsmenn hafa fallið frá: Arnór karlsson bóndi og fræðimaður,
Baldur Jónsson prófessor, Benedikt Sigurðsson kennari, Peter G. Foote pró-
fessor, Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur, Halldór Þorbjörnsson hæsta-
réttardómari, Helga Ingólfsdóttir semballeikari, Hjálmar R. Bárðarson sigl-
ingamálastjóri, Indriði Gíslason prófessor, Ólafur Jens Pétursson tækni-
skólakennari, Þórarinn Árnason lögfræðingur og Þórunn Magnúsdóttir
sagnfræðingur. Fundarmenn vottuðu hinum látnu félögum virðingu með
því að rísa úr sætum.
Forseti félagsins hafði nú lokið öðru tveggja ára kjörtímabili sínu og var
endurkjörinn. Þar sem lög félagsins kveða á um að allir aðrir stjórnarmenn skuli
kjörnir til eins árs í senn er öll stjórnin nýkjörin og gengur galvösk til verka.
Á fyrsta fundi stjórnar skipti stjórnin að venju með sér verkum. Súsanna
Margrét Gestsdóttir sagnfræðingur var áfram ritari, Bragi Þorgrímur Ólafs-
son sagnfræðingur tók að sér gjaldkerastarfið og meðstjórnendur voru þau
Unnur B. karlsdóttir sagnfræðingur og Illugi Gunnarsson alþingismaður.
Varamenn voru sagnfræðingarnir Ólafur Rastrick og Sigurður Gylfi Magnússon.
Nýkjörin stjórn endurspeglar þá stefnu stjórnar að fá til stjórnarsetu fulltrúa
sem flestra sviða á starfsvettvangi sagnfræðinga auk þess að gæta kynjajafn -
réttis. Skoðunarmenn reikninga voru eins og fyrr Halldór Ólafsson fyrrv. úti-
bússtjóri og Ólafur Ragnarsson lögfræðingur. Varamaður þeirra var Guðmundur
Jónsson prófessor. eftir venjuleg aðalfundarstörf flutti hinn nýbakaði doktor
Hrefna Róbertsdóttir erindi: Samfélag 18. aldar — Ullarvinnsla og hagrænt
hugarfar. Var fyrirlesturinn sérlega áhugaverður. Fundarmenn báru fram
fjölmargar fyrirspurnir og urðu fjörugar umræður í kjölfarið. Aðalfundurinn
var mjög vel sóttur. Rétt er að minnast þess að skömmu áður en aðalfundur
hófst barst félaginu gjöf frá Unnari erni, félagsmanni, sem var að opna sýningu
þennan sama dag Um sérstakt framlag Íslands og íslensks samfélags til sögu ófull-
komleikans. Ljósmyndir frá Íslandi 1930–1945 — Safnað af Sigurði Guttormssyni
(1906–1998). Sýningarskráin er óvenjulega vegleg, prýdd fjölda mynda af
torfbæjum — en umræða um torfbæi hefur verið áberandi síðustu vikur á
Gammabrekku, póstlista sagnfræðinga. Gjöfin er árituð: „Til Sögufélags,
Félags félaganna!“
Níu stjórnarfundir hafa verið haldnir á starfsárinu og tóku varamenn að
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:45 Page 241