Saga - 2009, Side 242
vanda þátt í þeim. Venja er að funda einu sinni í mánuði nema yfir sumarið.
Um útgáfumál Sögufélags: Venja er að segja fyrst frá tímariti Sögufélags Sögu,
en undanfarin ár hefur það komið út í tveimur heftum árlega, að vori og
hausti. Saga hefur fyrir löngu áunnið sér sess sem fremsta fagtímarit íslenskra
sagnfræðinga og er ritrýnt tímarit. Nú er unnið hörðum höndum að því að
gera það að svokölluðu ISI-tímariti. Ritstjórar haustheftisins 2008 voru þeir
eggert Þór Bernharðsson og Páll Björnsson. Síðasta heftið sem þeir gáfu út var
prýtt mynd af Marlene Dietrich að heilsa Sveini Björnssyni forseta er hún
sótti landið heim til að skemmta bandarískum hermönnum árið 1944.
Báðir ritstjórarnir létu af störfum, Páll eftir að hafa ritstýrt Sögu frá og
með vorheftinu 2003 og eggert Þór frá og með haustheftinu 2007. Við tók
Sigrún Pálsdóttir, eins og skýrt var frá í skýrslu stjórnar á síðastliðnu ári, og
er langt síðan aðeins einn ritstjóri hefur stýrt ritinu. Henni til fulltingis var
skipuð ritnefnd og eiga eftirfarandi sagnfræðingar sæti í henni: Davíð Ólafs-
son, Már Jónsson, Páll Björnsson, Ragnheiður kristjánsdóttir og Sveinn
Agnarsson. Hefur Sigrún bryddað upp á ýmsum nýjungum í tímaritinu, m.a.
hannað nýtt útlit á Sögu og vakti kápa vorheftisins 2009 ekki síður mikla at-
hygli en Marlene gerði á sínum tíma en nú blöstu við mæðgur, þ.e. eigin-
kona og þrjár dætur Gottrups lögmanns.
Útgáfan á liðnu stjórnarári, fyrsta ár eftir hrun, var ekki blómleg. Rit taka
ávallt meiri tíma í vinnslu en menn gera sér grein fyrir. eitt smárit, Þýska land-
námið eftir Pétur eiríksson hagfræðing og sagnfræðing, kom út fyrir jól. Annað
smárit, Ferðadagbækur Magnúsar Stephensen frá 1799 og 1807–1808, í útgáfu
undirritaðrar og séra Þóris Stephensen, er nú að fara í umbrot. Þar sem Saga
2000 er uppseld var ráðist í að gefa ritgerðirnar í tímaritinu út undir heitinu:
Íslensk sagnfræði á 20. öld. Frumkvæðið átti Guðmundar Jónsson prófessor,
fyrrverandi ritstjóri Sögu, og er ritið notað í kennslu við Háskóla Íslands.
Á næsta ári er hins vegar fyrirhuguð mikil útgáfa með fyrirvara um fjár-
hag félagsins. Í ritröðinni Smárit Sögufélags er næst á dagskrá Bréfasafn Gríms
Thomsen og Brynjólfs Péturssonar. Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur
sér um útgáfuna. Á vegum Sögufélags og Þjóðskjalasafns Íslands er um
þessar mundir unnið að útgáfu á Acta yfirréttarins og extralögþinganna, sem
Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur og skjalavörður vinnur að. er ljóst
að þetta verður fjölbindaverk og er hugsað sem framhald af útgáfu Alþingisbóka
Íslands. Þetta verk gengur vel og gerðu Þjóðskjalasafn Íslands og Sögufélag
með sér formlegan samning um útgáfuna 13. mars á þessu ári. Þegar þetta
er skrifað er beðið eftir viðbrögðum Alþingis en það kostar útgáfuna. Samningur
þess efnis var gerður árið 2001.
Það má kannski segja að Már Jónsson prófessor sé í fullri vinnu fyrir
Sögufélag. Tvö verk sem hann hefur umsjón með koma út á næsta ári. Í fyrsta
lagi fimmta ritið í Safni Sögufélags: Johann Anderson, Nachrichten von Island,
sem kom út í Hamborg 1746, sem Már er nú að þýða og skrifa skýringar við.
Það hefur aldrei komið út í heild sinni. Þetta ku vera mest krassandi níðrit
af aðalfundi sögufélags 2009242
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:45 Page 242