Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 2

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 2
2 TMM 2010 · 4 Frá ritstjóra „Innan sálgreiningar er litið á geðveiki sem eina af þremur tegundum geðtruflunar, en hinar eru hugsýki og lastahneigð …“ Svo segir í afar athyglisverðri grein Hauks Más Helgasonar, Að vera eyland. Hann talar hér um íslensku þjóðina. Og hann er ekki að nota geðveiki, sálgreiningu, geðtruflanir, geðklofa, „hugkleyfa tilveru“ og ámóta hugtök í yfirfærðri merkingu eða til að varpa ljósi á fáránleikann í framgöngu manna hér á landi á umliðnum árum: þetta er bókstaflega meint. Haukur Már beitir hugtökum sálgreiningar af mikilli hugkvæmni og dirfsku í þessari grein til að grafast fyrir um djúprætt sálarástand í íslensku þjóðlífi og ýmsar birtingarmyndir þess – sem hann rekur raunar til kristnitökunnar árið 1000 þegar, eins og hann segir „rof milli táknmyndar og táknmiðs [var] fært inn í stjórnlög.“ Þjóðarsálfræði af svolítið öðru tagi er á ferðinni í fyrirlestri sem Pétur Gunnarsson flutti í haust og var kenndur við Sigurð Nordal á fæðingar­ degi hans. Þar fer þessi meistari esseyjuformsins um víðan völl: gagn­ rýnir, skemmtir, tengir óvænt, opnar. Ásgeir Friðgeirsson var á sínum tíma innanbúðarmaður í fjármála­ lífinu hér á landi, meðal annars ráðgjafi og talsmaður eigenda Lands­ bankans. En áður en hann tók að sinna þeim störfum starfaði Ásgeir sem blaðamaður og ritstjóri og sú reynsla kemur honum að góðum notum þegar hann skrifar ákaflega greinargott yfirlit um það sem aflaga fór í hruninu – sem var nokkurn veginn allt – og þá umræðu sem farið hefur fram síðan. Guðni Elísson beinir hins vegar sjónum að sjálfum fræðilegum grunni góðærisins, þeirri hugmyndafræði sem hann kallar „boðunar frjáls­ hyggju“. Hann leggur til grundvallar nýlegt greinasafn um nýfrjálshyggj­ una, Eilífðarvélina, og spyr hvassra spurninga um tilkall hagfræð innar til að teljast vísindi. Ástæða er líka til að gaumgæfa málsvörn Gunnars Karlssonar fyrrum prófessors fyrir lýðræðinu. Og er þá fátt eitt talið af efni tímaritsins að þessu sinni: Heimir Pálsson skrifar af fræðilegu fjöri um Gunnlaðar sögu og eddufræði og Jón Yngvi Jóhannsson gaumgæfir bækur síðasta árs af þeirri yfirsýn sem hann hefur smám saman öðlast. Dómar eru líka á sínum stað, ljóð og sögur. Guðmundur Andri Thorsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.