Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 7
E f é g g æ t i e k k i e l s k a ð þ e s s a þ j ó ð TMM 2010 · 4 7 fjögur um daginn og lauk kl. 5 um nóttina, og Þóra skrifar daginn eftir: „Sigurður Nordal var vel kátur, las upp kvæði eftir Kiljan, Þorberg og Tómas. Okkur kom saman um að þessi setning hjá Tómasi „við hefðum getað vakað lengur og verið betri hvert við annað“ væri eitthvað það sannasta og bezta sem hann hefði sagt.“ Og verður að teljast hraustlega mælt daginn eftir boð sem hafði staðið í 13 og ½ klukkustund. „Allt sem hann skrifar snertir mann,“ skrifar Þóra. Og það er einmitt lóðið. Í Menntó lásum við Völuspá í útgáfu og með skýringum Sigurðar. Ég fletti lúnu eintaki til gamans í gær og sá að ég hafði á nokkrum stöðum ekki getað stillt mig og krotað athugasemdir út á spássíuna, til dæmis „út í hött!“ þar sem Sigurður var að enda við að lifa sig svo inn í Ólaf Tryggvason að hann réttlætti hryðjuverk hans við kristniboðið með því að hann hefði í raun viljað fórnarlömbunum vel. Eða með orðum Sigurðar: „En hafi Ólafur trúað, að þetta væru síðustu forvöð að bjarga löndum sínum frá heiðindómi og helvíti, er það ekki lítil afsökun, gerir manninn skiljanlegri og hugþekkari.“2 En á öðrum stöðum hef ég látið nægja að skrifa „Sigurður!“. Og verður að teljast vel af sér vikið að geta látið ungling rífast við sig út af túlkun á 1000 ára gömlu kvæði. Ég má líka til með að minnast á Skiptar skoðanir, fallegt lítið kver sem kom út á vegum Menningarsjóðs, blessuð sé minning hans, árið 1960, fylgt úr hlaði af Hannesi Péturssyni skáldi. Tíðindi bókarinnar fólust raunar í sjálfum titlinum, svo sjaldgæft að Íslendingar geti „skipst á skoðunum“. Við sjáum það enn í dag þegar heyrir nánast til undan­ tekninga að menn andstæðra skoðana mætist í rökræðum í útvarpi eða sjónvarpi. Hlutaðeigendur verða að sitja einir að fréttamanni sem veit helst minna um málið en þeir sjálfir. En daginn eftir fær hinn aðili máls sömu þjónustu. Að skipta um skoðun jafngildir að „missa andlitið“ og skýrist senni­ lega af innikróun okkar hér í fámenninu. Í stærri samhengjum stór­ þjóðanna eru menn miklu frjálsari gagnvart sjálfi sínu, tvær þrjár hús­ lengdir frá heimili þínu og það veit enginn hver þú ert, þú gætir verið hver sem er. Við aftur á móti erum svo að segja aðeins til í einu eintaki, það er ekki öðru til að dreifa, þess vegna missum við andlitið ef við skiptum um skoðun og þess vegna getum við aldrei gengist við mis­ tökum okkar, hvað þá beðist afsökunar. En úr því að ég er á nótum persónulegrar upprifjunar má ég ekki láta undir höfuð leggjast að geta um þýðingu Nordals á Varnarræðu Sókra­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.