Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 10
P é t u r G u n n a r s s o n 10 TMM 2010 · 4 Þetta var vandi höfundar á borð við Jean­Paul Sartre á sinni tíð sem vildi ná til alþýðunnar með gagnrýni sína á borgarastéttina, en var aðeins lesinn af þeirri sömu borgarastétt. Þegar allt kom fyrir ekki afklæddist hann jakkafötum, klæddist rúllukragapeysu og hóf að selja Verkalýðsblaðið á götum úti, en var kannski aldrei fjær því að ná til verkalýðsins en þá. Þarna eru rof og gjár sem tungumálið náði aldrei að brúa, m.a. vegna þess að þessi rof og gjár voru í sjálfu tungumálinu. Það hefði verið furðuleg vindmyllubarátta ef íslenskur höfundur hefði tekið upp þetta merki, segjum Halldór eða Þórbergur, sem þó voru um margt samherjar Sartres í róttækum stjórnmálaskoðunum. Ástæðuna orðar Sigurður Nordal í grein sem ber yfirskriftina „Málfrelsi“ frá árinu 1926. „… Íslenskan er eina mál, svo að ég viti til, sem hefur það tvennt til síns ágætis: að vera ræktað menningarmál og óskipt eign allrar þjóðarinnar. Hér á landi eru engar mállýskur, engin stéttamál, ekkert almúgamál, ekkert skrílmál …“5 Á stundum getur manni fundist að þessi sérstaða sé núorðið hálfgert feimnismál, svipað og tvíhöfða kálfur eða sjöfættur hestur. Eða það beri helst ekki að láta það fara hátt. Ósjálfrátt er maður farinn að finna fyrir innri ritskoðun varðandi allt sem kann að sérkenna okkur. Er til dæmis leyfilegt, eins og Adam frá Brimum á 11. öld og Vilhjálmur kardínáli af Sabína á þeirri 13., að undrast að Íslendingar skyldu á tíma þegar öll lönd Evrópu lutu kóngi stjórna sér sjálfir með hliðsjón af einum saman lögum, og það án framkvæmdavalds, það er að segja með eintómum orðum? Og þetta fyrirkomulag hélt í rúm 300 ár sem verður að teljast nokkuð góð ending þegar mannasetningar eru annars vegar. Er of langt gengið að undrast og fagna því langa samhengi sem íslensk tunga færir okkur, að við skulum geta komist í milliliðalaust samband við hugsanir og hugarheim forfeðra okkar þúsund ár aftur í tímann – sem er jú einstætt á evrópsku menningarsvæði, að minnsta kosti? Áhrifamiklir kenningasmiðir lifa í og hugsa út frá aðstæðum sem eru rígstéttbundnar að því er varðar tungumálið. Samanber franska mál­ heimspekinginn Roland Barthes sem við inntöku sína í hina virðulegu menntastofnun Collège de France árið 1977 flutti ávarp þar sem hann lýsti því yfir að tungumálið væri fasískt. Eða orðrétt: „Tungumálið er hvorki afturhaldssamt né framfarasinnað; það er einfaldlega fasískt; því fasismi er ekki að koma í veg fyrir að menn tali heldur að neyða þá til að tala …“6 Þegar við síðan ætlum að beita þessari nálgun á íslenskar aðstæður getur okkur fundist við standa með stjörnuskrúfjárn andspænis skrúfu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.