Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 11
E f é g g æ t i e k k i e l s k a ð þ e s s a þ j ó ð TMM 2010 · 4 11 með þverrifu. Og þá hefur maður stundum á tilfinningunni að það gæti verið fagnaðarefni ef hér gæti orðið þróun sem passaði betur við hugtökin, til dæmis um tungumálið og stéttlægni þess. En menn verða þá að fara aftur til 18. aldar og hitta Magnús Stephensen að máli sem vissulega lifði og hrærðist í tungumáli sem var kirfilega bundið yfir­ stétt embættismanna. Málið er bara að það var gerð menningarbylting á dögum Fjölnismanna og málið sem við tölum er mun nær því máli sem vinnukona föður Magnúsar talaði, Ingibjörg Jónsdóttir, menn beri saman Eftirmæli átjándu aldar eftir sama Magnús og Húsfreyjuna á Bessastöðum, sendibréf Ingibjargar til bróður síns, Gríms Jónssonar. Það sérkennir sögu okkar að hún er ekki í sama mæli og venjulegast er um þjóðarsögur samin í réttlætingarskyni fyrir völdum yfirstéttar. Þvert á móti, sú embættismannayfirstétt sem ríkti hér nærfellt í sjö aldir aðhylltist allt aðra sögu. Í hennar hugarheimi táknaði 1262 ekki ilpunkt heldur hápunkt, á undan var villimennskan, á eftir var siðvæðingin með konungsvaldi og embættismannastiga, umboðum og regluverki. Þetta var þeirra saga. Með upprisu íslenskrar alþýðu í kjölfar sjálfstæðisbaráttu er á ný tengt við upphafið, landnámið, sögurnar með svo róttækum hætti að sjálf íslenskan tekur hamskiptum, mál­ og stíllega er styttra á milli Sveinbjarnar Egilssonar og Snorra Sturlusonar en Sveinbjarnar Egils­ sonar og Magnúsar Stephensen, sem þó bjuggu undir sama þaki. Víst er auðvelt og hefur margsinnis verið gert að tiltaka dæmin um ávexti hinnar stéttlausu íslensku tungu. Hvernig alþýðufólk sem hafði verið kvalið upp í fátækt og naut lítillar sem engrar formlegrar skóla­ göngu skilaði verkum sem standast alla heimsins mælikvarða: Guð­ mundur Böðvarsson, Tryggvi Emilsson, Málfríður Einarsdóttir … og reyndar væri freistandi að bæta við vinnukonu Nordalshjónanna í sendiherratíð Sigurðar í Kaupmannahöfn, Steinunni Eyjólfsdóttur. Af frásögn að dæma sem hún birti í TMM árið 1984 („19 ára í vist hjá Sigurði Nordal“) er ekki annað að sjá en hún skrifi hábókmenntalegan texta. En mig langar að dvelja við annað dæmi sem er að finna í verkinu Lífshættir í Reykjavík 1930–1940 eftir Sigurð Gylfa Magnússon, gefið út af Menn­ ingarsjóði árið 1985. Þar er m.a. rakin saga Ragnars Jónssonar verka­ manns, sem fæddur var árið 1912, Reykvíkingur í marga ættliði, sonur einstæðrar verkakonu sem þurfti að láta frá sér systkini Ragnars tvö af fátæktarsökum. Drengurinn elst upp í mestu slömmum borgarinnar, Bjarnaborg og Pólunum, er alfarið á eigin vegum á meðan móðir hans slítur sér út við ræstingar og þvotta, selur blöð, ræður sig í sveit, vinnur sem sendisveinn og loks verkamaður. Þegar hann festir ráð sitt í byrjun kreppunnar bætist ómegðin við og hrakningar úr einum leigukjallara í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.