Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 23
Þ e g a r v i s s a n e i n e r e f t i r … TMM 2010 · 4 23 breytingar „eru afar mikils metnar“, en hugmyndin „um hagvöxt er hornsteinninn að efnahagsstarfseminni“.35 Þessar tvær „hússtjórnaraðferðir“ eiga illa saman og það ætti að vera siðferðileg skylda allra hagfræðinga að setja fram kenningar sem laga hagkerfið að skilyrðum vistkerfisins. Slíkt gerist þó ekki á meðan trúfræðilegu sjónarmiðin eru ráðandi í háskólakennslu á sviðinu. Bandarísku vísindamennirnir Paul R. og Anne H. Ehrlich rekja nokkur forvitnileg dæmi um vanmátt hagfræðinga til þess að skilja hugmyndina um veldisvöxt í grein um fólksfjölgunarvandann og álagið á vistkerfið,36 en dæmin staðfesta glögglega þá trúfræðilegu blindu sem stýrir alltof oft hagvaxtarhugmyndum hagfræðinga og veruleikafirringunni sem mótar þær. Aðeins sérfræðingar geta greint smávægilega galla í flóknum kerfum, hvort sem kerfin eru hugmyndafræðileg eða af vélrænum toga. En litla þekkingu þarf til þess að hafna kerfum sem í grunninn eru ónothæf og geta valdið varanlegum skaða. Kennisetningin um hinn endalausa vöxt er sérstaklega skaðleg og illsamræmanleg veruleikanum. Þá er það nánast óskiljanlegt að sá auður sem verður til við stöðuga rýrnun náttúruauðlinda sé talinn þjóðfélögum til tekna, t.d. í formi landsfram­ leiðslu eða neyslustigs. Sú skilgreining á auðsöfnun er jafn skynsamleg og að segja einstakling auðgast á því að ganga markvisst á sparifé sitt.37 Hvað er hægt að segja um kenningakerfi sem byggist á afáti, sem getur af sér gríðarlega hagsæld í nokkra áratugi, en stofnar sjálfu lífríkinu í hættu, kerfinu sem framtíðartilvist mannsins byggist á? Hagvaxtarkenningin er mótuð af rökvísi krabbameinsfrumunnar. Og hún leiðir að sömu niðurstöðu. Tilvísanir 1 Þessi grein er liður í rannsóknarverkefninu Eftir hrunið á vegum Eddu – öndvegisseturs. 2 Sjá Kolbein Stefánsson: „Sjálfsgengissamfélagið: Leitin að hinu algilda lögmáli“, Eilífðarvélin. Uppgjör við nýfrjálshyggjuna, ritstj. Kolbeinn Stefánsson. Reykjavík: Háskólaútgáfan 2010, bls. 11. 3 Sama, bls. 12. 4 Sjá Francis Fukuyama: The End of History and the Last Man. New York: Avon Books 1992, bls. xi (Fukuyama kallar frjálslynda lýðræðið „the final form of human government“). Bókin er byggð á fyrirlestrinum „The End of History?“ sem birtist í The National Interest 16 (sumarið 1989), bls. 3–18. Marxískar hugmyndir af sama toga má finna í lykilverki Georgs Lukács Saga og stéttavitund sem fyrst kom út á þýsku 1923. 5 Kolbeinn Stefánsson: „Rauðir þræðir: Samantekt og niðurstöður“, Eilífðarvélin, bls. 263. 6 Sama. 7 Kolbeinn Stefánsson: „Sjálfsgengissamfélagið: Leitin að hinu algilda lögmáli“, bls. 9–10, 11 og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.