Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 28
H a u k u r M á r H e l g a s o n
28 TMM 2010 · 4
Þetta virðist óbrigðult einkenni á yfirstétt landsins. Fimm árum áður
en Ólafur Ragnar Grímsson skipaði sér í lið með eldfjalli virtist þjóðar
stolt hans eiga sér traustari grundvöll. Árið 2005 var honum boðið að
ávarpa meðlimi Walbrookklúbbsins í London. Yfirskrift erindisins var
„Hvernig ná skal árangri í nútímaviðskiptum – lærdómar úr vegferð
Íslendinga“6 og er prýðisgott dæmi um þá stemmningu sem var ríkjandi
þegar efnahagsuppgangur Íslendinga var í hámarki. Forsetinn sagði
að hann hefði nýlega verið „hvattur til að útskýra hvernig og hvers
vegna áræðnir íslenskir athafnamenn ná árangri þar sem aðrir hika eða
bregðast, að afhjúpa leyndarmálið að baki þeim árangri sem þeir hafa
náð“. Hann taldi síðan upp þau þjóðareinkenni sem hann áleit skipta
máli fyrir árangur Íslendinga: sterkt vinnusiðferði bænda og sjómanna,
tilhneigingu til að
beina athyglinni að niðurstöðunum fremur en ferlinu […] að spyrja fremur
hvenær en hvernig hægt sé að gera hlutina. Í þriðja lagi taka Íslendingar áhættu.
Þeir eru áræðnir og árásargjarnir […] Í fjórða lagi er engu skrifræði fyrir að fara
á Íslandi og þar umbera menn ekki skrifræðislegar aðferðir,
o.s.frv. Listinn er meira og minna í anda Clints Eastwood í doll
aramyndunum sem aðeins mælir þarft eða þegir en lætur fyrst og
fremst verkin tala. Ólafur er sannfærður um að aðrir geti lært af íslensku
athafnamönnunum og lýsir árangurssögu þeirra sem „athyglisverðum
sjónarhóli þaðan sem skoða má gildi hefðbundinna viðskiptafræða,
þeirra kenninga og þeirrar starfsemi sem stórfyrirtæki og viðskipta
skólar beggja vegna Atlantshafsins hafa stundað og fylgt“. Hann endar
síðan á hálfgerðri hótun: „You ain’t seen nothing yet“.
Auðvitað mætti tala hér um ofdramb, en það sem vekur athygli mína
er sú ranghugmynd sem virðist mega greina í ræðu forsetans, þögulli
iðju hetjanna sem þar er lýst og stoltinu yfir því að geta, að því er virtist,
nánast gert kraftaverk. Þetta var útbreitt viðhorf. Í grein í The Observer
í maí 2008 er vitnað í orð Dags B. Eggertssonar, 35 ára Samfylkingar
manns sem hafði komist skjótt til metorða: „Einhver kallaði það
býflugnahagfræði – út frá vísindunum, loftaflfræðinni, er ekki hægt
að átta sig á því hvernig býflugan flýgur, en hún gerir það, og það alveg
prýðilega.“7 Í Walbrookræðu sinni lýsti Ólafur Ragnar Grímsson for
seti sömu undrun og aðdáun: „Fólk lítur jafnvel á okkur sem heillandi
meinlausa furðufugla og því eru allar gáttir galopnaðar þegar okkur ber
að garði.“