Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 30
H a u k u r M á r H e l g a s o n 30 TMM 2010 · 4 til að flýja ofríki Haraldar hárfagra sem hafði tekist að sameina Noreg“ og „reyndi að þvinga alla smáhöfðingja til að lúta valdi sínu“.11 Nú er að vísu deilt um nákvæma tímasetningu landnámsins á Íslandi og uppruna landnámsmanna þar.12 Traustari heimildir eru fyrir kristnitökunni á Íslandi árið 1000 og ég hygg að hún hafi meiri þýðingu fyrir nútímann. Helstu samfélagslegu ákvarðanir voru teknar á alþingi að sumarlagi þegar höfðingjar og frjálsir menn komu saman til veisluhalda, trúlofana og til að jafna deilur. Kristnir trúboðar höfðu komið til landsins árið 995 og þar sem sumir höfðingjanna höfðu tekið kristni hafði skapast hætta á miklum innanlandsátökum. Á stormasömu alþingi árið 1000 „sögðust hvorir úr lögum við aðra, hinir kristnu menn og hinir heiðnu“. Eftir „samningaviðræður og nokkrar mútugreiðslur samþykktu báðir aðilar að leggja ákvörðunina í hendur hinum heiðna lögmanni, Þor­ geiri, mjög virtum manni“.13 Hann er sagður hafa lagst undir feld dag allan og nóttina eftir uns hann birtist aftur og greindi frá niðurstöðu sinni: „honum þótti þá komit hag manna í ónýtt efni, ef menn skyldi eigi hafa allir lög ein á landi hér […] þat myndi at því ósætti verða, er vísaván var, at þær barsmíðir gerðust á milli manna, er landit eyddist af“, allir menn skyldu kristnir vera. – En hann bætti við að áfram gætu menn dýrkað hin heiðnu goð og fært þeim fórnir, ef leynt færi. „Skyldu menn blóta á laun, ef vildu en varða fjörbaugsgarðr, er váttum of kæmi við.“14 Höfðingjarnir féllust allir á þetta. Thor Vilhjálmsson lýsti þessum tímamótum síðar með þessum orðum: „Við urðum betri heiðingjar eftir að við tókum kristni“.15 Ef til vill var það einsdæmi að rof milli táknmyndar og táknmiðs skyldi þannig fært inn í stjórnlög. Á meðan sá viðtekni skilningur að táknmyndir og ætlað inntak þeirra eigi í undirskildu „opnu sambandi“ skapar möguleikann á íróníu, stofnar opinská, yfirlýst aðgreining þessara tveggja þátta til kýníkur (sem stundum er ruglað saman við „umburðar lyndi“): veraldar þar sem orð eru hvorki álitin hafa merkingu í skilningi þess að vísa til staðreynda, né framkvæmdarmátt. Slíkur skóggangur hinnar mállegu táknmyndar getur verið mjög erfiður viðureignar þar sem hin kýníska afstaða sem þannig er stofnað til getur sjálf varist öllum andófstilraunum. Rofinu viðhaldið Ef kristnitaka Íslendinga árið 1000 er tekin sem fyrsta merki um kerfis­ lægt rof milli hins táknræna sviðs og Raunarinnar16, sem valdi hug­ kleyfu ástandi innan samfélags, má líta á rofið milli ríkjandi þjóðrembu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.