Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 43
H r u n v i t s m u n a
TMM 2010 · 4 43
Brást allt sem brugðist gat?
„Já. Var þetta fjölkerfabilun?“ spurði konan mín sem er hjúkr
unarfræðingur á bráðadeild. Ég hafði verið á hálfgerðu eintali um
atburðarásina haustið 2008. Við vorum búin að fara úr einu atriði í
annað og einhvernveginn var niðurstaðan alltaf sú sama: að flestar
varnir brugðust. Hvorki þá né nú skil ég til hlítar hvernig og hvers
vegna mál þróuðust á þann veg sem raun varð á fyrsta tug nýrrar aldar
í viðskipta, atvinnu og fjármálalífi Íslendinga. Í þessari grein dreg ég
saman það lesefni sem á fjörur mínar hefur rekið og auðveldað hefur
mér að skilja þessi miklu tímamót.
Hrun fjármálakerfisins haustið 2008 kveikti strax á árinu 2009 afar
frjóa umræðu hér á landi á vettvangi hug og félagsvísinda um marga
af grunnþáttum nútímasamfélags og mannlífs. Fjöldi lærðra greina,
eftir m.a. sagnfræðinga, heimspekinga, mannfræðinga, guðfræðinga,
hagfræðinga og stjórnmálafræðinga, birtist í tímaritum sem helga sig
fræðilegri umfjöllun að ótöldu ógrynni greina eftir leika og lærða sem
birtist í fjölmiðlum.1 Nær allar hinar fræðilegu greinar eiga það sam
eiginlegt að skoða hrun fjármálakerfisins í víðara samhengi en einangrað
sjálfskaparvíti fjármálafyrirtækja sem á endanum kollkeyrði þau með
alvarlegum afleiðingum fyrir nær allan almenning. Í greinum þeim
sem skrifaðar voru fyrir birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
í apríl 2010 báru höfundar víða niður í leit að orsökum, ástæðum og
afleiðingum. Flestir viðurkenna að stormur skall á ströndum Íslands
en skýringar þeirra á að verr fór á Íslandi en annars staðar eru ólíkar
að umfangi og inntaki. Heimspekingar draga fram mikilvægi þess að
skoða samfélagið í heild og því hafi hrunið ekki síður verið félagslegt
og pólitískt2 og jafnframt að hið meinta góðæri hafi verið „samfélagsleg
klikkun“ sem komið hafi í veg fyrir „heilbrigða gagnrýni og eftirlit“3 og
að skoða þurfi „vegferð Íslendinga“ síðustu áratugi sem höfðu ranghug
myndir um góðæri og gerðu ekki greinarmun á farsæld og hagsæld.4
Einstaka fræðimenn velta upp sofandahætti fræðasamfélagsins og draga
einnig fram að vinsælar rannsóknaraðferðir og hugsunarháttur sem
kenndur er við sérsögu eða einsögu og póstmódernisma hafi torveldað
heildarsýn og þar með gagnrýna umfjöllun um það hvernig þættir
efnahags og fjármálalífs smituðu út frá sér.5 Guðfræðingar sem telja
sín fræði vera samfélagsleg horfa einkum á gerendur í atburðarásinni
og benda á að menn hafi ekki „skeytt að þeirri góðu sköpun“ sem þeim
var treyst fyrir og fjalla um syndina og drambið.6 Þegar nær kemur
stjórn málum beinast spjótin að „hugmyndakerfi“ þar sem græðgin var