Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 44
Á s g e i r F r i ð g e i r s s o n
44 TMM 2010 · 4
„gerð að dyggð og lögð áhersla á mikilvægi þess að virkja hana í þágu
auðsöfnunar, jafnt einstaklinga sem samfélagsins í heild“.7 Þá hefur
einnig vaknað umræða um kasínókapítalisma, um eðli kapítalismans
og hvort leita megi skýringa á hruninu haustið 2008 í marxismanum8.
Unnendur kapítalismans voru raunar mjög fljótir til svara og héldu því
fram strax og hrunið hófst að kapítalistarnir hefðu brugðist en ekki
kapítalisminn.9 Hér á landi hefur sú umræða verið mjög hávær í fjöl
miðlum og segja má að með hugtakinu „útrásarvíkingur“ hafi verið
búinn til hópur vondra kapítalista. Þessu til viðbótar má einnig draga
fram athyglisverða umfjöllun um umræðuna um hrunið10 og um það
hvernig orðræðan um Icesave – deilu íslenskra stjórnvalda við þau
bresku og hollensku – byggist á þjóðernishyggju.11
Meginniðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis, sem birti skýrslu
sína um hrunið í apríl 2010 eftir rúmlega 17 mánaða rannsóknarvinnu,
var skýr: „Skýringar á falli Glitnis banka hf., Kaupþings banka hf. og
Landsbanka Íslands hf. er fyrst og fremst að finna í örum vexti þeirra
og þar með stærð þeirra þegar þeir féllu í október 2008.“12 Í skýrslunni
er reynt að greina hvernig bankarnir stækkuðu fram til ársins 2006,
hvers vegna þeir stækkuðu og hvers vegna þeir gátu eða fengu að stækka.
Þá er dregin fram blinda innan og utan fjármálafyrirtækja, sem og
innan og utan stjórnsýslu og stjórnmála, á þær hættur sem fylgdu svo
stóru bankakerfi í litlu hagkerfi. Og þá er að sama skapi fundið að við
brögðum og aðgerðum sem gripið var til innan veggja bankanna þegar
erfiðleikar á alþjóðamörkuðum tóku að herja á íslenska fjármálakerfið á
árinu 2007 og vangetu opinberra aðila til að sporna við eða bregðast við
með afgerandi hætti.
Í ágripum af meginniðurstöðum draga skýrsluhöfundar fram 68
orsakaatriði.13 Af ýmsu er þar að taka:
Efnahagur og útlán bankanna óx meira en innviðir þoldu; bankarnir fóru alltof
geyst í útgáfu skuldabréfa á alþjóðamörkuðum; stjórnvöld gripu ekki til aðgerða
2006 til að verja eignir við hugsanlegt fall bankanna; ríkisstjórn og stjórnvöld
létu undir höfuð leggjast að draga úr stærð fjármálakerfisins í tæka tíð; óljós skil
voru á milli hagsmuna bankanna og stærstu hluthafa síðla 2007 og 2008, eig
endur bankanna voru stærstu lánþegar; áhætta óx stórkostlega; verði hlutabréfa
fjármálafyrirtækja var markvisst haldið uppi; falskt verð var skapað og mark
aðsmisnotkun átti sér stað; rýmkaðar starfsheimildir banka urðu til að auka
áhættu í rekstri þeirra; ekki var brugðist á fullnægjandi hátt við ójafnvægi með
aðgerðum í peninga og ríkisfjármálum; þvert gegn ráðgjöf sérfræðinga voru
skattar lækkaðir; Seðlabanki Íslands var látinn einn um að berjast við þensluna