Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 45
H r u n v i t s m u n a TMM 2010 · 4 45 en fór sér hægt og krónan varð allt of sterk strax árið 2006; íslensku bankarnir komu til aðstoðar íslenskum fjárfestum þegar erlendir bankar kröfðust aukinna trygginga eftir að verð hlutabréfa á Íslandi lækkar 2007–2008; kerfisáhættan magnast og bankarnir áttu erfitt um vik 2007–2008 vegna skuldbindinga og áhættu sem tekin var fyrir 2006; Seðlabankinn taldi sig skorta úrræði – Fjár­ málaeftirlitið einnig; tortryggni ríkti milli stjórnenda Seðlabanka Íslands og ráðherra í ríkisstjórn; ríkisstjórn ræddi lítið stöðu bankanna eftir að lausafjár­ kreppan hófst 2007; tillögur viðbragðshóps um nauðsyn viðbúnaðar fengu ekki afgreiðslu og allt gekk út á að halda veikburða fjármálakerfinu gangandi. Af þessu broti úr niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis má sjá að margþættir kraftar voru að verki, ólíkir aðilar ýmist viljandi eða óviljandi, meðvitað eða ómeðvitað, voru þátttakendur og gerendur. Svo virðist sem allt hafi brugðist sem brugðist gat. Menn hröktust frá einni varnarstöð til annarrar og fjarlægðust sífellt þann daglega praxís sem þeir þekktu best. Engu að síður er erfitt er ímynda sér að nokkur þeirra sem að verki komu hafi í rauntíma gert sér í hugarlund þá miklu katastrófu sem þeir voru þátttakendur í þó svo þeir hafi skynjað með skýrum hætti alvöru þess vanda sem að þeim sneri. Það var a.m.k. upplifun mín af samstarfsmönnum mínum. Heildarmynd vandans var hins vegar ofvaxin nokkrum manni. Þess vegna tekur rannsóknarnefnd Alþingis í raun undir með þeim ágætu íslensku félags­ og hug­ vísindamönnum sem fyrir birtingu skýrslunnar drógu fram fjölmarga þætti í háttum, venjum og hugsunarhætti okkar tíma sem skýringu á hruni íslenska fjármálakerfisins. Hér skal ekki reynt að draga úr því að frumorsakar hruns banka er alltaf að leita innan bankanna þó að víðar megi leita fanga við að skýra þær ákvarðanir sem til hrunsins leiddu. Engu að síður er mikilvægt að halda því til haga að rannsóknarnefnd Alþingis dregur ekki fram orsakasamhengi á milli þeirra einstöku atriða sem fundið er að og þeirrar staðreyndar að bankakerfið hrundi14 og þá er heldur enginn samanburður í skýrslu nefndarinnar við stöðu, aðdraganda, athafnir embættis­ og bankamanna eða þróun á öðrum fjármálamörkuðum á Vesturlöndum15 en stærstu jafnt sem minnstu fjármálakerfi heims römbuðu á barmi hruns í september og október 2008 en víðast hvar – öfugt við Ísland – voru til úrræði til að forða þeim frá falli.16 Í köflunum sem hér fylgja verður gerð tilraun til að lýsa hugsunarhætti og atferli sem telja má líklegt að hafi átt hlut að máli við hrun fjár­ málakerfisins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.