Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 49
H r u n v i t s m u n a TMM 2010 · 4 49 (vegna eftirspurnar sem ódýr lán sköpuðu) og þar með jókst veðrými sem var jafnharðan nýtt. Um þetta leyti tók svo fjárfestingabankinn Morgan Stanley einna fyrstur banka upp á því að að yfirfæra á lán til almennings „… fjármálatækni og aðferðir sem áður þekktust við að pakka inn lánum til fyrirtækja“.28 Gefin voru út skuldabréf sem bökkuð voru upp með safni undirmálslána og gengu þau kaupum og sölum. Lánveitendur fengu með þessu móti í sínar hendur andvirði lánanna og komu áhættunni yfir á herðar eigenda skuldabréfanna. Markaðurinn með skuldabréf af þessu tagi er stór í Bandaríkjunum. Var svo komið að öll stærstu fjármálafyrirtækin voru orðin þátttakendur í þessum viðskiptum sem ólíkt viðskiptum með hlutabréf eru ógegnsæ og regluverkið í kringum þau er þunnt og þægilegt. En hringekjan stopp­ aði ekki hjá eigendum skuldabréfa. Þeir komu sér hjá áhættunni og keyptu sér svokallaðar skuldatryggingar (e. credit default swap (CDS)) og losuðu sig þannig undan ábyrgðinni af húsnæðislánunum. Þessar skuldatryggingar gengu síðan kaupum og sölum og áfram voru stærstu og virtustu fjármálafyrirtæki heims mest áberandi í þeim viðskiptum. Húsnæðislánin voru farin að velta aftur og aftur í gegnum bandaríska fjármálakerfið, í ýmsum myndum, ýmist sem lán, skuldabréf eða skuldatryggingar. Á árinu 2006 voru vextir áfram lágir og fasteignaverð hafði haldið áfram að hækka – einkum vegna eftirspurnar sem þessi auðfengnu lán sköpuðu – og neysla almennings jókst að sama skapi. Las Vegas blómstraði því almenningur hafði ekki í annan tíma haft eins mikið spilafé á milli handanna og sögur voru sagðar af súludansmey einni sem var með fimm mismunandi húsnæðislán29. Það var á þessum tíma sem undirmálalánabransinn hafði „… með einhverjum hætti orðið helsta vél hagnaðar og atvinnusköpunar á Wall Street“ og þá voru örfáir einstaklingar farnir að sjá að þessi lánabransi „… meikaði engan hag­ rænan sens“.30 En það voru ekki venjulegir menn í neinum skilningi sem þá sáu myndina sem þremur eða fjórum árum síðar blasti við öllum. Í bók sinni, Skortstaðan mikla (e. The Big Short), lýsir Michael Lewis því hvernig viðskipti með undirmálslán urðu æ stærri þáttur við­ skipta á lánamarkaði, skuldabréfamarkaði og skuldatryggingamarkaði og hvernig tugir og hundruð þúsunda greiningaraðila, sérfræðinga, markaðsaðila og hagsmunaaðila sannfærðu sig og hver annan um ágæti þessara viðskipta, – enda var skammtímagróðinn mikill. Í bókinni segir Lewis frá þeim sem fyrstir efuðust um að þetta gæti gengið upp. Það voru menn sem bundu bagga sína öðrum hnútum en samtíðarmenn. Sá atkvæðamesti, Michael nokkur Burry, sem stofnaði eigin vogunarsjóð á þessum tíma, var til að mynda doktor í taugafræði sem greint hafði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.