Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 49
H r u n v i t s m u n a
TMM 2010 · 4 49
(vegna eftirspurnar sem ódýr lán sköpuðu) og þar með jókst veðrými
sem var jafnharðan nýtt. Um þetta leyti tók svo fjárfestingabankinn
Morgan Stanley einna fyrstur banka upp á því að að yfirfæra á lán til
almennings „… fjármálatækni og aðferðir sem áður þekktust við að
pakka inn lánum til fyrirtækja“.28 Gefin voru út skuldabréf sem bökkuð
voru upp með safni undirmálslána og gengu þau kaupum og sölum.
Lánveitendur fengu með þessu móti í sínar hendur andvirði lánanna og
komu áhættunni yfir á herðar eigenda skuldabréfanna. Markaðurinn
með skuldabréf af þessu tagi er stór í Bandaríkjunum. Var svo komið
að öll stærstu fjármálafyrirtækin voru orðin þátttakendur í þessum
viðskiptum sem ólíkt viðskiptum með hlutabréf eru ógegnsæ og
regluverkið í kringum þau er þunnt og þægilegt. En hringekjan stopp
aði ekki hjá eigendum skuldabréfa. Þeir komu sér hjá áhættunni og
keyptu sér svokallaðar skuldatryggingar (e. credit default swap (CDS))
og losuðu sig þannig undan ábyrgðinni af húsnæðislánunum. Þessar
skuldatryggingar gengu síðan kaupum og sölum og áfram voru stærstu
og virtustu fjármálafyrirtæki heims mest áberandi í þeim viðskiptum.
Húsnæðislánin voru farin að velta aftur og aftur í gegnum bandaríska
fjármálakerfið, í ýmsum myndum, ýmist sem lán, skuldabréf eða
skuldatryggingar. Á árinu 2006 voru vextir áfram lágir og fasteignaverð
hafði haldið áfram að hækka – einkum vegna eftirspurnar sem þessi
auðfengnu lán sköpuðu – og neysla almennings jókst að sama skapi. Las
Vegas blómstraði því almenningur hafði ekki í annan tíma haft eins
mikið spilafé á milli handanna og sögur voru sagðar af súludansmey
einni sem var með fimm mismunandi húsnæðislán29. Það var á þessum
tíma sem undirmálalánabransinn hafði „… með einhverjum hætti orðið
helsta vél hagnaðar og atvinnusköpunar á Wall Street“ og þá voru örfáir
einstaklingar farnir að sjá að þessi lánabransi „… meikaði engan hag
rænan sens“.30 En það voru ekki venjulegir menn í neinum skilningi sem
þá sáu myndina sem þremur eða fjórum árum síðar blasti við öllum.
Í bók sinni, Skortstaðan mikla (e. The Big Short), lýsir Michael Lewis
því hvernig viðskipti með undirmálslán urðu æ stærri þáttur við
skipta á lánamarkaði, skuldabréfamarkaði og skuldatryggingamarkaði
og hvernig tugir og hundruð þúsunda greiningaraðila, sérfræðinga,
markaðsaðila og hagsmunaaðila sannfærðu sig og hver annan um ágæti
þessara viðskipta, – enda var skammtímagróðinn mikill. Í bókinni segir
Lewis frá þeim sem fyrstir efuðust um að þetta gæti gengið upp. Það
voru menn sem bundu bagga sína öðrum hnútum en samtíðarmenn. Sá
atkvæðamesti, Michael nokkur Burry, sem stofnaði eigin vogunarsjóð
á þessum tíma, var til að mynda doktor í taugafræði sem greint hafði