Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 50
Á s g e i r F r i ð g e i r s s o n 50 TMM 2010 · 4 sjálfan sig með Asperger­heilkenni. Strax árið 2004 var þessum mönnum ljóst að milljónir „… Bandaríkjamanna gætu engan veginn greitt hús­ næðislán sín nema því aðeins að verðmæti húsnæðisins hækkaði en það kallaði á enn meiri lán. Þetta var kjarni málsins. Fasteignaverð þurfti ekki einu sinni að lækka. Það var nóg að verð fasteigna hætti að hækka eins mikið og undanfarin ár til þess að fjöldi Bandaríkjamanna yrði gjaldþrota vegna fasteignalána.“31 Hjarðhegðunin var algjör og blindan var mest hjá starfsfólki fjármálafyrirtækjanna: „… það fólk sem hann bjóst við að sæi hinn ömurlega raunveruleika undirmálslánamarkaðar – fólkið sem stýrði sjóðum sem sérhæfðu sig í viðskipum með hús­ næðisskuldabréf, – var fólkið sem síðast allra sá eitthvað annað en það hafði séð í áraraðir fram að þessu. Hér var undarleg en engu að síður bláköld staðreynd á ferð: Því nær sem þú varst markaðnum því erfiðara var fyrir þig að sjá vankanta hans.“32 Niðurstaða Lewis er dramatísk en nokkuð afdráttarlaus: „Ímyndunin þurfti að víkja fyrir raunveruleik­ anum á Wall Street árið 2008: Þéttsetið leikhúsið stóð í ljósum logum og fjöldi manns sat enn í sætunum. Öll stærri fyrirtækin á Wall Street voru annaðhvort gjaldþrota eða þvæld og lömuð í vafningum gjaldþrota kerfis. Vandinn var ekki sá að að Lehman Brothers hefði verið leyft að fara á hausinn. Vandinn var sá að Lehman Brothers hafði fengið að vaxa og dafna og ná árangri.“33 Hér endurómar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis: Vandinn var sá að bankarnir fengu að vaxa og dafna. Hin meinta velgengni var vandinn. Skilningsleysi, skortur á yfirsýn, ofbirta í augum, ofmat á þekkingu annarra og blinda á eigin vanþekkingu: allt eru þetta forsendur hjarð­ hegðunar. Dr. Hulda Þórisdóttir skrifar athyglisverðan viðauka við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem hún fjallar um orsakir og aðdraganda hruns fjármálakerfisins út frá sjónarhóli félagslegrar sálfræði34. Þar dregur hún fram kenningar um hóphegðun sem lýsir vel því sem fram fór á fjármálamörkuðum á Íslandi fram til haustsins 2008, – og við lestur bókar Michaels Lewis blasir við að hjarðir sér­ fræðinga og snillinga á Wall Street í New York höguðu sér með sama hætti.35 Einsleitur hópur karlmanna á svipuðum aldri, með svipaðan bakgrunn og menntun36 og með litla þolinmæði gagnvart frávikum37, réð ferðinni. Markmiðadrifin hugsun og staðfestingarskekkjan38 birtist með sama hætti á öllum fjármálamörkuðum. Markmið allra ein­ staklinganna um gróða beislar hugsunina og stýrir henni inn á tilteknar brautir og skiptir þá ekki máli hversu mikið eða vel menntaðir ein­ staklingarnir eru og þá ekki heldur hversu þróuð tækin og tólin eru.39 Svo virðist að í langvarandi góðæri lagi viðmiðanir og þröskuldar sig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.