Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 53
H r u n v i t s m u n a
TMM 2010 · 4 53
hlut í þeim.45 Hugmyndin um að gera almenning að kapítalistum eða
hluthöfum í fyrirtæki var þarna komin til framkvæmda hjá stjórn
völdum á Íslandi rúmum áratug síðar en í Bretlandi.46 Á þessum tíma
voru kaupréttir handa lykilstarfsfólki kynntir til sögunnar á Íslandi.
Dæmi voru um slíka samninga hjá starfsfólki internet og tæknifyrir
tækja sem fóru mikinn á þessum árum, eins og t.d. DeCode, Oz.com,
Netverki og Íslandssíma, og mikil, tímabundin eftirspurn var eftir
hlutabréfum í þessum fyrirtækjum sem voru þá skráð á tilboðsmarkaði
í Kauphöll Íslands.Verulegur fjöldi starfsmanna fyrirtækjanna nýtti sér
umsamda kauprétti og um tíma jukust eignir þessa fólks verulega. Eftir
að ríkið seldi kjölfestuhluti í tveimur bönkum á sama tíma árið 2003 –
Landsbankanum og Búnaðarbankanum – jókst samkeppni skyndilega
og þá hófst mikið kapphlaup um starfsfólk bankanna, með tilheyrandi
kostaboðum um kauprétti, jafnhliða mikilli þenslu fjármálafyrir
tækjanna og fádæma hækkun hlutabréfa á markaði. Á skömmum tíma
varð veruleg eignamyndun hjá tiltölulega stórum hópi launafólks. Á sama
tíma breyttu stjórnvöld lögum um húsnæðislán47 sem opnaði á frekari
veðsetningu á húsnæði en verið hafði og áður en ár var liðið buðust hús
næðislán með 100% veði. Þetta jók mjög eftirspurn eftir húsnæði sem
leiddi til mikillar hækkunar á íbúðaverði. Aftur varð á skömmum tíma
mikil eignamyndun hjá stórum hópi venjulegs launafólks. Veðsetning í
hagkerfinu jókst verulega. Eins og sjá má á öllum hagtölum frá árunum
2003–2007 jókst neysla til mikilla muna á Íslandi. Líklegt er að hópar
launafólks hafi aukið neyslu með lántökum út á hærra verðmæti eigna
fremur en vegna hærri launa. Þarna voru komnar til sögunnar hinar
þróuðu fjármálavörur og afurðir48 sem urðu til í fyrirtækjaviðskiptum
og voru farnar að hafa áhrif á viðhorf almennings til sinna eigin fjár
mála. Einstaklingar á föstum launum voru farnir að eyða fjármunum
sem þeir höfðu ekki aflað en töldu sig eiga í þeirri trú að aukið verðmæti
eigna þeirra héldist.
Þegar horft er um öxl er eftirtektarvert hversu lítil umræða hefur
átt sér stað á vettvangi stjórnmálanna um það hvernig hinn almenni
launamaður átti að bæta hag sinn á tímum uppsveiflu, hvernig hin
auknu verðmæti í samfélaginu áttu að auka á velsæld almennings eða
hvernig fjármálagjörningar sem fjármagnseigendur, atvinnurekendur
og fyrirtæki kunnu að brúka með góðum árangri áttu að færa hinum
almenna launamanni varanleg verðmæti. Í grundvallarstefnuskrám
stærstu íslensku stjórnmálaflokkanna er ekki að finna afstöðu til þess
hvernig launamaðurinn á að njóta aukinna verðmæta sem til verða í
samfélaginu, nema að atvinna á að vera næg og einstaklingurinn á að