Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 54
Á s g e i r F r i ð g e i r s s o n 54 TMM 2010 · 4 hafa öruggan aðgang að góðri velferðarþjónustu49. Þótt ekki sé hægt að útiloka að í kosningastefnuskrám eða ræðum hafi einhverjir flokkar eða frambjóðendur þeirra reynt að móta slíka afstöðu er ljóst að íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ekki mótað stefnu um það hvernig einstaklingum og fjölskyldum eiga að gagnast þau auknu verðmæti sem til verða á hverjum tíma í samfélaginu. Leiða má að því líkur að samstaða sé um að almenningur eigi að njóta verðmætaaukningar þó meiningarmunur geti verið á því í hve miklum mæli og á hvaða forsendum. Eins undarlegt og það kann nú að vera þá virðist það hafa verið lítið rætt á vettvangi stjórn­ mála hvernig verðmætaaukning í samfélaginu skili sér til almennings á annan hátt en í aukinni vinnu og með bættri velferðarþjónustu. Hjarðir stjórnmálanna hafa gefið sér að verðmætaaukning hlyti að gera það einhvernveginn og síðan þegar almenn neysla eykst og önnur einkenni efnahagslegs góðæris gera vart við sig spyrja fáir hvernig hinir auknu fjármunir samfélagsins eru til komnir. Nýir og betri tímar eru lofaðir en ekki er spurt um hvort veltuaukningin sé varanleg og hvort neysla sé í jafnvægi við verðmætasköpun þannig að hagkerfið sé sjálfbært. Fram til haustsins 2008 var sá skilningur ráðandi í heimi stjórn málanna að eftir fall kommúnismans hefði kapítalisminn sigrað og vaxandi neysla almennings og aukin eignamyndun almennings væri staðfesting á að kapítalisminn væri handa öllum. Væntanlega var það breytilegt eftir því hvar menn stilltu sér upp á litrófi kaldastríðsstjórnmála hversu kátir þeir voru með þennan nýja veruleika og sumir bentu á að þrátt fyrir að hagur stórs hluta almennings væri að vænkast þá ykist hratt bilið á milli þeirra allra ríkustu og þeirra allra fátækustu. Engu að síður réð hjarðhugsunin ferðinni – áfram brunaði lest kapítalismans knúin áfram af vélstjórum fjármálalífsins og nær allar stofnanir samfélagsins, form­ legar og óformlegar, sögðu fólki að lestin væri á leiðinni til betra lífs. Nær allir vildu um borð. Þessi hugmynd stjórnmálanna gat ekki gengið upp, ekki frekar en undirmálslánin í Bandaríkjunum eða gengislánin á Íslandi, ekki frekar en ofsahraður vöxtur bankakerfis langt umfram landsframleiðslu smáþjóðar með minnstu sjálfstæðu mynt í heimi og ekki frekar en tryggingakerfi innlána banka á evrópska efnahagssvæðinu50. Gangvirki samfélaga var knúið áfram af væntingum, skynjunum og vonum. Það ríkti „… oftrú á kenningum sem eru í litlum tengslum við raunveru­ leikann“.51 Líkt og í heimi viðskiptanna trúðu stjórnmálamenn en vissu ekki, ályktuðu en rannsökuðu ekki. Þekkingin og skilningurinn á því hvað var raunverulega að gerast voru eins og hver önnur aðföng, – keypt eða fengin að láni. Skilningurinn var framseldur og forsendur dóm­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.