Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 66
H e i m i r Pá l s s o n
66 TMM 2010 · 4
greina menn að. Þannig varð Sigurður þögli annar en Sigurður Fáfnis
bani. Í Gunnlaðarsögninni voru engin viðurnefni en kannski dulnefni
sem máli skiptu. Þetta kann líka að snúa öðruvísi við:
Sé nafn mjög sérstakt hefur það hugsanlega mátt til að blanda sér í
fleiri sögur en eina. Gunnlöð = sú sem elskar stríð er kannski einmitt
þess konar nafn. Hún er líklega skyld þeim konum sem VígaGlúmur
virðist hafa kallað dynfúsar dísir.1 Suttungur er einhvern veginn
afskaplega jötunlegt nafn og sómir sér t.d. vel í þessu þuluerindi úr
SnorraEddu (Kóngsbók, eins og Rask kallaði handritið):
Vörnir, Harðgreipr
og Vagnhöfði,
Kyrmir, Suttungr
og Kaldgrani,
Jötunn, Óglaðnir
og Aurgrímnir,
Gillingr, Gripnir
Gusir, Ófóti.
(SnorraEdda 2003:283.)
Um jötna og hlutverk þeirra verður að skrafa meira síðar, en hér skal
aðeins bent á að í þulum Eddu eru taldir einir 116 jötnar eða jötnaheiti.
Og má bera saman við 75 sækonunga, sem þó voru geysihaglegir í
skipakenningum og stríðs.
Hvaðan komu sögurnar og kvæðin?
Stundum finnst manni fjallað um íslenskan (vesturnorrænan)
goðsagnaheim eins og þar hljóti allt að hafa verið á einum stað og
skipulega uppsett. Þannig hafi einhvers staðar verið til safn goðsagna,
hver veit nema heil stofnun eins og kirkjan sem hélt utanum goðsagnirnar.
Oftrú á skólahald blandast hér stundum inn í. Til dæmis er algengt að
sjá talað um skóla í Odda þó svo ekki sé vitað nema um tvo lærdóms
menn sem ólust þar upp, Þorlák helga og Snorra Sturluson með meira
en hálfrar aldar millibili. En náttúrlega er öldungis ljóst að hvorki kirkja
né aðrar stofnanir litu á það sem hlutverk sitt að vernda heiðinn menn
ingararf. Þó svo að trúarbragðaskilin árið 1000 hafi áreiðanlega ekki
verið afskaplega skýr og menn hafi örugglega verið blendnir í trúnni um
skeið, er deginum ljósara að sögur um sköpun heimsins úr holdi Ymis
voru ekki sagðar í kappi við sköpunarsögu fyrstu Mósebókar. Óðinn var
ekki heldur að keppa við almáttugan guð allsherjar.