Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 66
H e i m i r Pá l s s o n 66 TMM 2010 · 4 greina menn að. Þannig varð Sigurður þögli annar en Sigurður Fáfnis­ bani. Í Gunnlaðarsögninni voru engin viðurnefni en kannski dulnefni sem máli skiptu. Þetta kann líka að snúa öðruvísi við: Sé nafn mjög sérstakt hefur það hugsanlega mátt til að blanda sér í fleiri sögur en eina. Gunnlöð = sú sem elskar stríð er kannski einmitt þess konar nafn. Hún er líklega skyld þeim konum sem Víga­Glúmur virðist hafa kallað dynfúsar dísir.1 Suttungur er einhvern veginn afskaplega jötunlegt nafn og sómir sér t.d. vel í þessu þuluerindi úr Snorra­Eddu (Kóngsbók, eins og Rask kallaði handritið): Vörnir, Harðgreipr og Vagnhöfði, Kyrmir, Suttungr og Kaldgrani, Jötunn, Óglaðnir og Aurgrímnir, Gillingr, Gripnir Gusir, Ófóti. (Snorra­Edda 2003:283.) Um jötna og hlutverk þeirra verður að skrafa meira síðar, en hér skal aðeins bent á að í þulum Eddu eru taldir einir 116 jötnar eða jötnaheiti. Og má bera saman við 75 sækonunga, sem þó voru geysihaglegir í skipakenningum og stríðs. Hvaðan komu sögurnar og kvæðin? Stundum finnst manni fjallað um íslenskan (vesturnorrænan) goðsagnaheim eins og þar hljóti allt að hafa verið á einum stað og skipulega uppsett. Þannig hafi einhvers staðar verið til safn goðsagna, hver veit nema heil stofnun eins og kirkjan sem hélt utanum goðsagnirnar. Oftrú á skólahald blandast hér stundum inn í. Til dæmis er algengt að sjá talað um skóla í Odda þó svo ekki sé vitað nema um tvo lærdóms­ menn sem ólust þar upp, Þorlák helga og Snorra Sturluson með meira en hálfrar aldar millibili. En náttúrlega er öldungis ljóst að hvorki kirkja né aðrar stofnanir litu á það sem hlutverk sitt að vernda heiðinn menn­ ingararf. Þó svo að trúarbragðaskilin árið 1000 hafi áreiðanlega ekki verið afskaplega skýr og menn hafi örugglega verið blendnir í trúnni um skeið, er deginum ljósara að sögur um sköpun heimsins úr holdi Ymis voru ekki sagðar í kappi við sköpunarsögu fyrstu Mósebókar. Óðinn var ekki heldur að keppa við almáttugan guð allsherjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.