Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 69
A l l t a f s a m a s a g a n ?
TMM 2010 · 4 69
sín ins heila hugar,
síns ins svára sefa.
108
Ifi er mér á
að eg væra enn kominn
jötna görðum úr
ef eg Gunnlaðar né nytag,
innar góðu konu
þeirrar er ek lögðumk arm yfir.
109
Ins hindra dags
gengu hrímþursar
Háva ráðs að fregna
Háva höllu í.
At Bölverki þeir spurðu
ef hann væri með böndum kominn
eða hefði honum Suttungur of sóið.
110
Baugeið Óðinn
hygg eg að unnið hafi,
hvað skal hans tryggðum trúa?
Suttung svikinn
hann lét sumbli frá
og grætta Gunnlöðu.
Nú er rétt að spyrja: Hvað vitum við þá?
Ungur (?) maður hefur farið í heimsókn til hins aldraða jötuns. Jötn
arnir voru reyndar allra elstir, skapaðir fyrst, og þar af kemur líklega sú
virðing sem stundum er borin fyrir þekkingu þeirra, þegar þeir eru kall
aðir fróðir og hundvísir eða taldir þess umkomnir að keppa í þekkingu
jafnvel við sjálfan Óðin (sbr. Vafþrúðnismál) og miðla goðfræðilegri
þekkingu (sama kvæði, sem og Grímnismál). Mælandi í Hávamálum
segist enda hafa mælt mörgum orðum í frama sinn, sem væntanlega
merkir að hann hafi orðið að setja á langar tölur og þá kannski standa í
viskukeppni eins og hjá Vafþrúðni.
Pilturinn stenst prófið og langeðlilegast er að skilja erindi 108 svo að
þar sé sagt frá verðlaunaveitingu. Þótt um það megi deila til eilífðarnóns
hvort það er Gunnlöð eða mælandi vísunnar sem situr á hinum gullna
stóli, en hér er ekki verið að pukrast með neitt eða stelast til að drekka.
Hin vegar er stúlkunni illa goldið fyrir viðurgerning og blíðu, því hún
Né nytag ,nyti ekki‘. – Gísli Sigurðs
son bendir réttilega á að lögðumk arm
yfir geti merkt hvort tveggja að mæl
andinn hafi lagt arm yfir hana eða
hún yfir hann (lagði ég eða lagði
mér).
Hindra dags sjá meginmál greinar
innar og aftanmál. Bönd eru ,goð‘,
sóa merkir ,drepa‘. – Svava benti á
(bls. 228) að hinn Hávi getur naumast
verið Óðinn, því þá „verður atburða
rásin merkingarleysa“.
Sjá hér umræður í meginmáli grein
arinnar. Gísli Sigurðsson telur að hér
sé „átt […] við að Óðinn hafi svikið
mjöðinn frá Suttungi“.